Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Síða 117
„ H a g i ð y ð u r a ð h æ t t i f ö r u m a n n a“
TMM 2015 · 3 117
Einhver kynni að halda því fram að hér væri verið að kristna Thor Vil-
hjálmsson, troða upp á hann einhverri trú sem hann hafi jafnvel sjálfur
afneitað, þó svo hann hafi getað fallist á að eitt og annað í henni væri gott
og blessað. En því fer fjarri og enn er Rahner gagnlegur, því hann telur að
hjálpræði Guðs sé öllum opið burtséð frá átrúnaði og í því sambandi kemur
hann fram með hugtakið „anonymous Christians“. Hugmynd Rahners er
mjög mannúðleg, hann segir einfaldlega að það sé ekki boðlegt – miðað
við boðskap Jesú Krists um að Guð geri ekki mannamun og hjálpræðið
standi öllum til boða – að þeir sem ekki hafi haft tækifæri til að heyra
fagnaðarerindið af margvíslegum ástæðum geti ekki öðlast hina eilífu náð.63
Þannig er vakandi sá möguleiki að sá sem kastað sé út í heiminn og þurfi
að berjast í heiminum sé Kristur, en þá er nauðsynlegt að gera sér grein
fyrir því að Kristur var sendur í heiminn til að vera með manninum enda
er maðurinn aldrei einn. Þó svo að Kristi hafi verið kastað út í veðrin þá
útilokar það ekki, heldur þvert á móti staðfestir, að þangað var manninum
einnig kastað „að lifa og deyja með fögnuði og sársauka, deyja“ – en aðeins
um stund.
Bæði Frans frá Assisi og Thor Vilhjálmsson feta, hvor með sínum hætti,
í fótspor Krists í lífsafstöðu sinni. Thor var sem kunnugt er alltaf ófeiminn
við að standa í veðrunum, hann var óhikað í framvarðarsveit þeirra sem
háðu baráttu þeirra sem máttu þola, þannig fór hann að dæmi Frelsarans.
Hér væri hægt að tilfæra fjölmörg dæmi um það hvernig Thor tók sér stöðu í
fylkingarbrjósti þegar mannréttindi voru fótum troðin, þegar þurfti að biðja
listamönnum, rithöfundum eða andófsfólki griða í baráttu fyrir betri heimi.
En hér á eftir verður aðeins staldrað við eitt af baráttumálum hans: andófið
gegn hernaðarbrölti.
Thor var róttækur í alveg sérstakri merkingu, Ástráður Eysteinsson nær
ágætlega utan um þetta harða hugtak og sambúð þess og Thors:
Thor leysti þetta margþvælda orð: róttækur, úr álögum fyrir mér; skírskotun þess
fékk nýtt líf í huga mér. Og jafnframt á þetta orð á ýmsan hátt vel við um Thor og
verk hans. Það sem er róttækt fer djúpt undir yfirborðið, tekur um rætur eða undir-
stöðu þess sem um ræðir og virðist fært um að hefja það fyrirbæri eða þá tilfinningu
úr stað.64
Þannig býr í róttækni Thors klassísk þekking, söguleg vissa um það sem var
og hugmynd um það sem koma skal. Að því leyti er hún í ætt við söguspeki
Walters Benjamin og að þessu leyti er hún líka kristin; Kristur var róttækur,
um það deilir fólk ekki, hvað sem líður áliti þess á kristni og kirkju.
Thor nær að sameina í texta sínum um Frans frá Assisi þá mystísku upp-
lifun sem hann verður fyrir við skrín dýrlingsins og harðdræga afstöðu sína
gegn hernaðarhyggju, og atómsprengjuvánni. Í andófi Thors er mögnuð
tvíhyggja vegna þess að í því er fólgin sú hugmynd að maðurinn hafi tekið
sér guðlegt vald, eða öllu heldur tekið fram fyrir hendurnar á Guði. Hér er