Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Síða 118

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Síða 118
G u ð m u n d u r S . B r y n j ó l f s s o n 118 TMM 2015 · 3 sú hugmynd að maðurinn sé ekki einn í heimi en að hann hagi sér þannig. Hann hagar sér í heimi eins og þeir sem ekki kunna að haga sér við hina helgu dóma í Assisi: „Maðurinn hefur setzt til að spila á takkaborð guðs almáttugs og vekja og lægja veðrin með tækni sinni“ etc. etc. Hér eru stór orð höfð um manninn sem kastað var út í veðrin og nú kemur Thor einmitt að þessu atriði. Maðurinn hefur ekki einungis stolist til þess að setjast í hásætið heldur er hann þar að fikta við þau öfl sem hann sjálfur átti að kljást við á eigin forsendum, með Guði en ekki einn. Maðurinn hefur, segir Thor, tekið til við að „vekja og lægja veðrin með tækni sinni“ og í fávisku sinni telur hann sig geta „drottnað yfir náttúrunni og leikið sér að hinum myrku kröftum hennar“. Í anda gnóstanna er náttúran myrk og fáfræði ríkir í heimi. Fátt virðist nú til bjargar að mati Thors og hann segir að lokum: „Kannski er ég kominn langt frá Assisi – kannski er ég að nálgast Assisi.“ Í þessum „ringlaða og tætta heimi“, eins og Thor kemst að orði, er það vitundin um eitthvað æðra sem getur komið til bjargar og þess vegna skapar kaþólskan í sínu fegursta eðli „saknaðarkennd“. En það er ekki nóg að sakna. Thor vill sætta heiminn en ekki sundra og þess vegna fallast róttækni hans og guðfræði í faðma í Assisi. 4. Jafnvægislist hins sterka Erasmus var alltaf að skrifa á móti styrjöldum og berjast fyrir friðarhugsjón sinni á tímum þegar styrjaldir geisuðu stöðugt og menn hikuðu ekki við hin fólskulegustu níðingsverk til að klekkja á fjendum sínum: Þegar dýrin herja hvert á annað get ég skilið það og fyrirgefið því að fáfræðin stýrir athöfnum þeirra, segir hann: En það ætti ekki að þurfa að segja mönnum að stríðið hljóti að vera óréttlætanlegt því allajafnan bitnar það síður á þeim sem búa sig undir að heyja það; venjulega er það saklaust fólk sem ber byrðar styrjaldarinnar, hin vansæla alþýða sem hvorki hagnast á sigri né ósigri. Þeir eru sárast leiknir sem eiga enga sök á því. […] Allur heimurinn er eitt sameiginlegt föðurland, sagði Erasmus. Þó að furstar og kirkjuhöfðingjar og páfarnir, keisarar og kóngar gerðu honum gylliboð og sæktust eftir fylgi hans og ráðuneyti og byðu honum virðingar við hirðir sínar, lét hann aldrei ánetjast neinum og leyfði engum að skerða sitt andlega frelsi.65 Í þessum texta mætti skipta út nafni Erasmusar og setja inn nafn Thors Vilhjálmssonar þess í stað án þess að sannleiksgildi textans hrakaði við það og með nafni Thors í stað Erasmusar er þessi texti engu lakari sagnfræðileg heimild en sá sem stendur hér að framan.66 Áður en vikið verður nánar að þessum texta Thors er gagnlegt að grípa niður nokkrum síðum aftar í sömu bók, því þar liggur undirbyggingin að ímynd Erasmusar frá Rotterdam. Það er ekki hægt að verjast þeirri hugsun að sjá jafnaðarmerki á milli ferðalaga Thors sjálfs um hámenningarborgir Evrópu og þess sem hann hefur að segja um Erasmus. Hér segir frá draumi Erasmusar um að heimsækja Ítalíu til að kynna sér vöggu húmanismans:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.