Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 140
D ó m a r u m b æ k u r
140 TMM 2015 · 3
orðum er samfélagsádeila engu að síður
einn sterkasti strengur bókarinnar.
Náttúruvernd er þar í stóru hlutverki og
þótt mannskilningur og samfélagshug-
myndir Öræfa beri vott um íhaldssemi
er bókin um leið ákaflega róttæk í ský-
lausri náttúruverndarkröfu sinni. Viða-
mikil umfjöllun um ræktun lands er til
marks um það afstæði sem setur svip
sinn á hugmyndaheim sögunnar. Skýr
(en óhefðbundin) afstaða er tekin gegn
manngerðri náttúru þar sem maðurinn
reynir að þvinga undir sig náttúruna
undir merkjum „ræktar“:
… þessir ferköntuðu skógar sanna það að
tilgangur þeirra er að vinna gegn nátt-
úrunni og sjálfum sér, skógrækt er gróð-
ureyðing, og verst er að líkja eftir nátt-
úrunni því það er ekki hægt, skógrækt er
í raun ekkert annað en sjálfsafneitun og
sjálfstortíming, eða stendur fólk í þeirri
trú að það sé að endurheimta skóginn
sem var hér við landnám, með öspum og
sitkagreni og þar með að endurheimta
sjálft sig? (317–318).
Örnefnafræðingurinn Bernharður Fing-
urbjörg sogast inn í öræfin og mestöll
ævi hans er einn samfelldur undirbún-
ingur fyrir förina þangað. Sóknin eftir
hinu villta og upprunalega er óslökkv-
andi og gildir einu þótt landbúnaðar-
guðinn Freyr gangi inn í hlutverk varn-
aðarengilsins og elti hann hvert sem
hann fer. Ádeila sögunnar felst líka í
hugleiðingum um eðli ferðalaga í
nútímanum, hún tengist hugsjóninni
um hið óspillta og þar er Bernharður
sjálfur í brennidepli. Honum er umhug-
að um að skilgreina sjálfan sig burt frá
ímyndinni um hinn illa upplýsta túrista
sem hrifsar hraðsoðna fróðleiksmola úr
handbók eða snjallsíma jafnóðum og
hann röltir um áfangastaði sína. Sjálfur
ákveður hann að leggja ekki inn á
Mávabyggðirnar fyrr en hann er búinn
að lesa allar þær bækur sem hann finnur
um svæðið; líkt og Don Kíkóti er hann
handhafi gamalla hugsjóna í gjörbreytt-
um nútíma.
Auk Bernharðs stíga ýmsar litríkar
persónur fram á sviðið í Öræfum, fólk
sem á sviðið lengur eða skemur og fyrir
vikið verður öll skipting í aðal- og auka-
persónur býsna ómarkviss. Sagan hefst á
löngum og upptendruðum pistli dýra-
læknisins dr. Lassa sem fær það hlutverk
að hlúa að Bernharði þegar hann kemur
niður af jöklinum. Auk þess að vera
kynning á högum Bernharðs er þessi
kafli lýsing á algjörum vatnaskilum í lífi
dr. Lassa sjálfrar, eins konar hugljómun
þar sem ferlar persónanna tveggja sker-
ast. Persónulýsingarnar í Öræfum
tvinnast gjarnan saman með hætti sem
ekki er alltaf auðvelt að henda reiður á.
Þetta er ítrekað í lok hvers kafla þar sem
varpað er ljósi á hin mörgu frásagnar-
stig sögunnar. Líkt og Bernharður upp-
sker dr. Lassi mótlæti og háðsglósur
fyrir framtíðaráform sín í bernsku.
Munurinn á þeim er sá að dr. Lassi
lætur bugast og velur hið örugga og hag-
nýta fram yfir drauma sína. Bernharður
stendur hins vegar með draumum
sínum þrátt fyrir efasemdir foreldranna.
Örnefnafræðin á hug hans allan og
hann mætir þeirri hugsun hvarvetna,
„jafnvel sem lykt í andrúmsloftinu.“5
Það er ekki fyrr en eftir kynnin við
Bernharð sem dr. Lassi ákveður að gera
síðbúna uppreisn gegn foreldrum sínum
og gerast rithöfundur. Sú uppreisn raun-
gerist á síðum upphafskaflans og ein-
kennist af hugarflugi þar sem frásögnin
flögrar fram og til baka – og líkt og víð-
ast hvar í bókinni er afskaplega langt á
milli greinaskila.
Engin persóna hefur ríflegri nærveru
en Fastagestur, sá eldheiti náttúruunn-
andi, heimsósómaskáld, uppreisnar-
seggur og fræðimaður sem stígur fram á