Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Qupperneq 141

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Qupperneq 141
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2015 · 3 141 sviðið skömmu fyrir miðja bókina. Honum er fátt mannlegt óviðkomandi og umvandanir hans í garð samtímans setja sterkan svip á textann allan. Fasta- gestur er svo yfirlýsingaglaður og retor- ískur að virkni hans í sögunni hefur í besta falli tilviljanakennd tengsl við framvinduna. Fyrir vikið liggur hann sterklega undir grun um að vera eins konar alter-egó höfundarins sjálfs og ef sú tilgáta á við rök að styðjast mætti túlka hina óvenjulegu nafngift í því ljósi – er höfundurinn ekki hinn óhjákvæmi- legi fastagestur eigin verka?6 Fastagestur á margt sameiginlegt með Bernharði og lífssýn þeirra er að ýmsu leyti sambæri- leg en þegar kemur að tengslum lands- lags og tungumáls greinir þá á um grundvallaratriði. Örnefni, helsta hugð- arefni Bernharðs, eru til þess fallin að takmarka tilvist náttúrunnar að mati Fastagests, þau njörva merkingu hennar niður og eru rækilega tengd gróða- hyggju. Þess vegna hafnar hann þeim skilyrðislaust: „Landslag yrði mikils virði ef það héti ekki neitt, þannig ætti það að vera, annars er það svo ógeðfellt að tala um virði landslags að það er aðeins á færi skálda og stjórnmála- manna …“ (177). Vanþóknun Fastagests á nútímanum er tempruð með takmarkalausri aðdáun hans á Öræfingum sem á sér ýmsar birtingarmyndir. Sjálfur dvaldist hann í Öræfasveit á unglingsárum (209–222) en á sjálfur ekki ættir að rekja þangað, og þótt vegalengdin frá miðbæjarbarn- um Sirkus og austur í Skaftafell sé margfalt lengri en leiðin frá Rauðsmýri til Sumarhúsa er ekkert vafasamt við þessa fjarlægu upphafningu sveitarinnar eins og hún birtist okkur í ræðum Fastagests, hvorki óeðlilegir hagsmunir né sjálfsblekking. Fastagestur álítur Kidda vin sinn lifandi fulltrúa hefðar sem teygir sig allt aftur til Eggerts Ólafssonar (212–214) og þessi fölskva- lausa og einóða tignun upprunaleikans í huga Fastagests er einn sterkasti þáttur- inn í kómík sögunnar. Hinn ógnarlangi sjálfsmorða-annáll er sömuleiðis lagður honum í munn. Öll saga sveitarinnar er Fastagesti sem opin bók og raunar er það hann en ekki Bernharður sem er til frásagnar um voðaverkin á Skeiðarár- sandi (258–267). Þar með tekst honum að skrifa Bernharð inn í sögu sveitar- innar, tengja saman nútíð og fortíð. Heimsslitakenndin sem blundar alls staðar undir í Öræfum gefur náttúrulýs- ingum sögunnar allsérstæðan blæ. Stóra goðsögnin að baki atburðarásinni er eldgosið 1362 sem eyddi byggðinni í Héraði og fletti örnefnunum af landinu. Hér má aftur vitna til orða Sigurðar Nordals frá 1927: „Það er ekki furða, þó að einhverjum yrði að spyrja: er nokk- urt vit í að vera að byggja slíka sveit, þar sem yfirvofandi tortíming bætist ofan á sífelldar mannraunir, erfiðleika og ein- angrun?“7 Í Öræfum er þessi möguleiki leiddur út í síðasta kaflanum, hin sífelldlega yfirvofandi tortíming verður að veruleika, gamli heimurinn líður undir lok og nýr tekur við, landið skiptir um nafn og Öræfi verða aftur að Héraði. Við sögulok standa eftir ótal spurningar um samband mannlífs, landslags, byggðar og tungumáls. Öræfi Ófeigs Sigurðssonar er heillandi í öllum sínum þversagnakennda glundroða – saga um leit að hinu rökrétta í heimi þar sem ekkert er einfalt. Tilvísanir 1 Ófeigur Sigurðsson, Öræfi (Reykjavík: Mál og menning, 2014), 54. Hér eftir verður vísað til bókarinnar með blaðsíðutali innan sviga í meginmáli. 2 Illugi Jökulsson, „Hryllingurinn á sand- inum“, Ísland í aldanna rás 1976–2000 (Reykjavík: JPV útgáfa 2002), 108–111. 3 Sú hugmynd að persónuleiki þjóða eða ann-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.