Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 11

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 11
„ L á t t u e k k i þ e s s a ö g n h l æ j a a ð þ é r“ TMM 2017 · 3 11 Ameríku, faðir þriggja barna. Eiríkur er næstur, fertugur, prófessor í lögum við Háskóla Ísland, hann á fjórar dætur. Yngst er dóttir mín Sigríður Víðis, hún er að verða þrjátíu og átta ára og starfar sem upplýsingafulltrúi hjá Unicef á Íslandi, hún á einn son og á von á barni í haust. Börnin hafa mikil áhrif á líf mitt. Ég var orðin tuttugu og sjö ára þegar fyrsta barnið fæddist og búin að flækjast um, tilbúin í barneignir. Það er ómetanlegt að eignast heilbrigð börn, lifa hamingju þeirra og sorgir og standa með þeim gegnum þunnt og þykkt. Svo eru þau alltaf góðir ráðgjafar þegar ég skrifa bækurnar mínar. Hvort þykir þér skemmtilegra að elska eða vera elskuð? Ætli sé ekki öruggara að elska en vera elskuð? Þar hefur maður frekar undirtökin. Annars leita ég jafnvægis þarna eins og stundum áður. Auðgar móðurhlutverkið hugmyndaflug rithöfunda? Já og áhrifin hætta ekki þó börnin flytji að heiman og séu ekki lengur börn í þeim skilningi, heldur afkomendur. Tilfinningin fyrir þeim býr í brjóstinu og fer ekkert, ég get kallað hana fram hvenær sem er. Tefur móðurhlutverkið rithöfund? Auðvitað tafði það mig stundum en mér datt aldrei annað í hug en að eiga og ala upp börn og ég fékk það margfalt til baka. Áttu bók/bækur sem þú grípur í, sem þú tækir með á eyðieyju? Ætli það yrði ekki bara handritið sem ég er að vinna í núna. Sennilega er ég svo sjálfhverf. En einsog ég nefndi: ég geri ekki upp á mili bóka. *** Segðu mér frá skólagöngunni? Já, ég lauk barna- og unglingaskóla á Seyðisfirði og fór fimmtán ára í landspróf á Akureyri – þá var enginn menntaskóli á Austfjörðum. Svo tók ég stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri 1967, fór til Reykjavíkur og lauk kennaraprófi. Í menntaskóla hafði ég gaman af að skrifa, var í ritnefnd skólablaðsins og fékk mikið hrós fyrir ritgerðir og skrifaði ritgerðirnar fyrir vinkonur mínar – í staðinn hjálpuðu þær mér í stærðfræði. Það hvarflaði samt aldrei að mér að ég gæti notað hæfileikann. Í skólanum voru strákar sem ætluðu að verða skáld en ég fór bara í Kennaraskólann. Þarna hefðu kennar- arnir mátt hvetja mig. Það er ekki fyrr en löngu seinna að þetta springur út – svona var sjálfstraustið. Eftir kennarapróf kenndi ég í Réttarholtskóla og fór svo utan á hverju sumri, vann þar fyrir mér og ferðaðist, dvaldi í Danmörku, Noregi og Þýska- landi. Mér fannst ég ekkert kunna og fór í háskólanám til Danmerkur. Þá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.