Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Page 15

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Page 15
„ L á t t u e k k i þ e s s a ö g n h l æ j a a ð þ é r“ TMM 2017 · 3 15 Já. Gerirðu upp á milli árstíða? Já, mér finnst vorið yndislegt á meðan allt er nýtt og ferskt en líka haustið, þá eru litirnir svo undurfallegir og ég verð melankólsk og spila tónlist í moll. *** Viltu segja mér frá aðferðum þínum? Sköpunarferlinu? Ég geng lengi með hugmynd og margar í einu, þær búa með mér árum saman, síðan verður ein ofan á og þá bý ég til ramma – en þó ekki alltaf – og byrja að skrifa – yfirleitt liggur mér á. Ramminn er lauslegur svo ég hafi möguleika á að breyta honum – ég vil ekki njörva hann strangt niður. Seinna koma hugmyndir sem breyta sögunni og þá staldra ég við og leyfi henni að breytast. Þá er ég búin að vera lengi að grufla og sagan hefur gerjast í undir- meðvitundinni. Það er ógurlega gaman. Stundum hef ég fengið hugmynd eftir að bókin kemur út. Það er ekki gott. Þess vegna flýti ég mér ekki að ljúka við handritið. Viltu segja mér frá skáldsögunum sem þú hefur skrifað fyrir fullorðna, nokkur orð um hverja þeirra, ef við byrjum á Sólin sest að morgni (2004). Ég var stödd á ættarmóti að sumarlagi austur á Seyðisfirði þegar ég fékk að fara inn í gömlu Tungu þar sem ég ólst upp. Ég hafði ekki komið þangað inn síðan ég flutti árið 1967. Gömlu dagarnir komu til mín einsog drekkhlaðinn bátur að landi, ég varð heltekin, vissi að ég yrði að gera upp við svo margt, grét sárt og fannst ég verða aftur ung. Næsta dag settist ég við og byrjaði að kortleggja það sem mig langaði að segja og þegar ég kom heim byrjaði ég að skrifa bókina. Það var erfitt, tók á og langan tíma. Ég skrifaði aðrar bækur meðfram en var ákveðin í að ljúka þessari og koma henni út. Það þótti ekki sjálfgefið í fyrstu þar sem ég hafði verið í barnabókageiranum og gengið vel þar. Bókin hlaut lofsamlega dóma sem gáfu mér kjark til að halda áfram að skrifa fyrir fullorðna. Kannski þykir mér vænst um þessa bók. Hún lýsir lífinu okkar fyrir austan og er jafnframt svo sár að ég gæti ekki lesið hana upphátt alla því ég færi bara að gráta. Á eigin vegum (2006). Ég skemmti mér við að skrifa þessa bók. Aðalpersónan Sigþrúður var svo skemmtileg, heilsteypt og jákvæð þótt líf hennar væri erfitt. Við gengum eiginlega hönd í hönd í þau tvö ár sem ég var að skrifa og fór svo vel á með okkur að mér finnst hún ennþá vera með mér þó hún sé löngu farin. Við fórum saman til Parísar og ég skrifaði bókina meðal annars við Signubakka. Enn var uppruninn sem barnabókahöfundur að þvælast fyrir útgefendunum en úr varð að bókin kom út. Tilnefningin til Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs gladdi mig mikið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.