Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Page 19

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Page 19
„ L á t t u e k k i þ e s s a ö g n h l æ j a a ð þ é r“ TMM 2017 · 3 19 Þarf rithöfundur að vera mikið útá við, láta minna á sig, mæta í partý fyrir ferilinn? Upplestrar eru stór þáttur í útgáfunni og þótt þeir geti verið þreytandi þá skila þeir miklu. Það er gaman að spjalla við lesendur og kynnast hug- myndum þeirra. Stundum opnar stefnumótið nýja heima. En ég les ekki í búðum eða á veitingahúsum þangað sem fólk kemur til að spjalla og njóta sín og heldur ekki þar sem maður fær ekki greitt fyrir. Það er beinlínis niður- lægjandi. Hvenær bæðirðu rafvirkja um að gera við rafmagnið heima hjá þér og borgaðir honum ekkert afþví vinnan væri tækifæri hans til að sýna þér fínu tækin? Hver eru laun og kjör íslensks rithöfundar, listamanns? Tja, þau eru nokkuð misjöfn. Sumir selja vel og það er gleðilegt. Aðrir minna. Nokkrir fá úr Launasjóðum og þeir þyrftu að vera mun mun fleiri. Margir drýgja tekjurnar með annarri vinnu og sumir detta út úr listinni vegna þess að þeir hafa of lítinn tíma aflögu – skrif eru tímafrek einsog þú veist – og gefast upp. Það er sorglegt. Er klíkuskap að finna í bókmenntaheiminum? Sjálfsagt eins og annars staðar. Maður heyrir oft talað um það en mér hefur gefist vel að vera ekki uppnæm, bara brosleit og synda í gegnum þetta allt. Það lærist líka með aldrinum. Þetta er kannski asnaleg spurning en hvað myndirðu gera öðruvísi værir þú tvítug í dag? Tja, miðað við þroska fullorðinnar konu sem lítur yfir farinn veg færi ég snemma að skrifa. Þá hefði ég möguleika á því að hlúa að öllum hugmynd- unum sem ég kemst ekki yfir og fengi trúlega margar góðar til viðbótar. Allt er þó undir því komið að eiga fyrir salti í grautinn og þak yfir höfuðið og það er alls ekki sjálfgefið hjá ungu fólki í dag. Áttu ráð til ungra rithöfunda? Byrja á því að skrifa um það sem þeir þekkja – þar geta þeir fótað sig – bíða með það sem er þeim framandi á meðan þeir ná fótfestu. Svo geta þeir farið lengra – útí heim. Er öðruvísi að vera rithöfundur af kvenkyni en af karlkyni? Hver er munur á stöðu karl- og kvenhöfunda? Ég á erfitt með að svara þessu afþví ég hef aldrei verið karl en auðvitað er ákveðinn munur á því. Konum finnst oft gengið fram hjá þeim og það vitum við að gerist. Hér eru margir góðir kvenhöfundar og viðhorfið breytist – en það breytist hægt, þetta er spurning um tíma. Viðhorfið til barnabóka og höfunda þeirra mætti líka breytast.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.