Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Page 29

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Page 29
Þ r í r M á r a r TMM 2017 · 3 29 Þar er farið að þrengja að Jagó og áformum hans farin að standa ógn frá eiginkonunni. Hann vill þagga niður í henni og gefur henni þessa skipun: Speak within doors. 4.2.150 Matthías: En, hafðu’ ei svona hátt! Helgi: Ekki að hrópa. Hallgrímur: Innirödd. Sem mér þykir algerlega brilljant lausn. Fyrir utan fyndnina sem fæst með því að láta Jagó tala mál hins milda uppalanda og leikskólakennara við Emilíu á þessum stað, þá fylgir Hallgrímur hér frummálinu næstum nákvæmlega. Skömmu síðar stappar Jagó stálinu í hina örvæntingarfullu Desdemónu, sem skilur ekkert í háttalagi eiginmannsins, og segir: I pray you, be content, ’tis but his humour; The business of the state does him offence And he does chide with you. 4.2.168–170 Matthías hefur þetta: Æ, verið hægar; þetta er eintómt uppþot, hann reiðist út úr ríkismálefnunum og jagast því við yður. Helgi: Allt með ró! þetta’ er aðeins skapgerð hans. Stjórnmálin æsa hann upp; svo lætur hann allt bitna’ á yður. En Hallgrímur sækir orðalag beint í nútímann: Sýnið nú ró, hér sakast má við skap hans; Stjórnmálalegur ómög’leiki angrar sem hann svo tekur út á yður. Þetta er smellið, og vakti vafalaust hlátur í leikhúsinu, en velta má því fyrir sér hvort það sé þess virði að afvegaleiða athygli og innlifun áhorfenda á þennan hátt. Stinga Bjarna Benediktssyni inn í hugskot þeirra til að deila þar rými
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.