Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 31

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 31
Þ r í r M á r a r TMM 2017 · 3 31 Ég er sá sem segir, að hún dóttir yðar og Márinn séu núna að leika skepnu með tvö bök. Hallgrímur: Því nú, já, núna, gamall svartur hrútur riðlast á yðar hvítu gimbur. og Ég er einmitt sá sem kemur til að segja yður að akkúrat núna eru dóttir yðar og Márinn að leika tvíbökuna frægu, skepnu þá sem hefur tvö bök. Hallgrímur er í fyrra tilfellinu sjónarmun berorðari en fyrirrennarar hans, og nákvæmari, enda fer hér ekkert á milli mála hvað Jagó er að tala um, engin tvíræðni. Grunnmerking „tupping“ er „copulating“ þegar talað er um sauðfé, svo „riðlast“ er betra en „hnippa“, hvað þá hið pempíulega „glingra“. Þarna heftir líka stuðlareglan þá Matthías og Helga. Engum þeirra þremenninga tekst vel upp með „making the beast with two backs“. Undarleg er sú ákvörðun Helga að nota ekki ákveðinn greini hér, og „leika“ í stað „make“, eins og þeir allir gera, dregur mátt úr myndinni. „Tví- bakan“ hans Hallgríms er snjöll, og ætti að geta staðið óstudd með hjálp lát- bragðs leikarans, óþarfi að barna brandarann með framhaldinu. Hallgrímur greinir sig nokkuð frá fyrri þýðendum þegar kemur að því að snara tvíræðari stöðum þar sem kynferðisvísun leynist innan um aðrar mögulegar merkingar. Í ræðunni þegar Jagó manar Ráðrík (þýðing Hallgríms á nafni Roderigo) til að selja allt sitt og fylgja hernum til Kýpur segir hann meðal annars: These Moors are changeable in their wills 1.3.347 Hjá Matthíasi verður þetta: „Þessir Márar eru fjöllyndir í fýsnum sínum.“, Helgi hefur „Fýsnir Máranna eru á hverfanda hveli“ en Hallgrímur: „Þessir Márar eiga það til að láta böllinn vísa sér veg“, sem verður að teljast nokkuð djarflega túlkað. Fyrr í sama atriði, þar sem feneyskir ráðherrar yfirheyra Óþelló um sam- drátt þeirra Desdemónu spyr einn þeirra: Did you by indirect and forced courses subdue and poison this young maid’s affections? 1.3.112–113 Matthías: Seg, komstú yfir ástir meyjarinnar með undirferli, nauðung eða prettum …
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.