Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Síða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Síða 32
Þ o r g e i r Tr y g g va s o n 32 TMM 2017 · 3 Helgi: hafið þér ginnt með græsku þessa mey og frekum klækjum eitrað hennar hug? Hallgrímur: Hvort beittuð þér hér illum ballarbrögðum til þess að byrla blíðu hennar eitri? Ekkert í orðskýringum þeirra ensku útgáfna sem ég hef skyggnst í gefa undir fótinn þessari „ballar-tengingu“. Rétt er að hafa líka í huga að hér er það ekki klámkjafturinn Jagó sem hefur orðið, heldur einn úr yfirstéttinni. Það er því fólgin afgerandi listræn ákvörðun í þessu orðavali. Ákvörðun sem mér finnst orka tvímælis, burtséð frá öllum pempíuskap. Stundum eru hinar blautlegu lausnir bæði snjallar og viðeigandi, eins og þegar Jagó lýsir Desdemónu sem „eftirlæti reðurguðanna“ (2.3.17), sem hjá Shakespeare er „sport for Jove“. Hallgrímur gerir réttilega ekki ráð fyrir að grísk goðafræði sé nægilega ofarlega í huga hins almenna íslenska leikhúss- gests að fjölþreifni Júpíters skapi réttu myndina. Lausnir Helga („samboðin Júpíter“) og Matthíasar („fullboðin Júpíter“) gera alls ekki sama gagn. Annars staðar orkar það tvímælis að elta kynferðislegar aukamerkingar alla leið. Þegar eitur Jagós er farið að virka af fullum krafti í huga Márans segir hann á einum stað: I had rather be a toad And live upon the vapour of a dungeon Than keep a corner in the thing I love For others’ uses. 3.3.274–277 Í orðskýringum Arden-útgáfunnar er bent á aukamerkinguna corner=píka. Hallgrímur fylgir þeirri hugsun alla leið: Ég væri frekar ein veggjalús í fúlum fangaklefa, en þurfa’að eiga ást með loðnu gati sem öðrum stendur opið. Hjá kollegum hans þarf hins vegar, eins og í frumtextanum að skynja auka- merkinguna að baki orðunum: Matthías: Heldur væri’ eg ein eðla niðrí fúlum fangaklefa, en nokkur annar skuli eiga skot af skála minnar ástar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.