Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Page 37

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Page 37
L æ r d ó m a r a f t r y l l t r i ö l d TMM 2017 · 3 37 engu gáfaðri en Evrópumenn sem horfðu á lýð- ræðið lúta í lægra haldi fyrir fasisma, nasisma eða kommúnisma. Eina forskotið sem við höfum felst í því að við gætum lært af reynslu þeirra.“ Hann telur að í lygum Trumps felist tilburðir til einræðis og er óhræddur að tala um „sannleika“ í mannkynssögunni. Í nýlegu viðtali sem birtist eftir útkomu bókarinnar segir Snyder: „Ég held að efahyggja um tilvist sannleika sé munaður sem við getum leyft okkur þegar allt annað gengur vel. En þegar ógn steðjar að hinu pólitíska kerfi þá sviptir hún vel meinandi fólk hæfileikanum til að bregðast við, því það verður svo erfitt að lýsa því í hverju vandinn felst. Ef þú hefur enga vissu fyrir því að það sé einhver sannleikur í heiminum, verður afar erfitt að koma orðum – sem eru annað og meira en tilfinninga- tjáning – að vandanum.“ (Netmiðilinn Vox, 22. maí 2017). Timothy Snyder verður að teljast til þeirra fræðimanna sem með réttu getur hvatt fólk til að læra af sögunni, því fáir nútíma sagnfræðingar hafa verið jafn ötulir að leita sannleikans í hildarleik 20. aldar. Snyder er prófessor við Yale háskóla en hann er líklega þekktari í Evrópu en Bandaríkjunum, enda tengjast flest hin stóru viðfangsefni hans evrópskri sögu. Hann hefur verið feiknalega afkastamikill og hlotið margvíslegar viðurkenningar, en kunnasta verk hans er stórvirkið Bloodlands (Blóðakrar) sem hefur undirtitilinn „Evrópa milli Hitlers og Stalíns“ (New York, 2010). Bókin sú hefur hlotið fjölda verðlauna og verið þýdd á fleiri en þrjátíu tungu- mál. Hún er einstaklega áhrifarík saga um þau landsvæði og þær þjóðir sem bókstaflega klemmdust milli Þýskalands nasismans og Sovétríkjanna á árunum 1933–1945; þetta eru svæðin þar sem nú eru Úkraína, hluti Rúss- lands, Hvíta-Rússland, Pólland og baltnesku löndin. Á ofangreindu tólf ára tímabili létu Hitler og Stalín myrða þarna 14 milljónir manna, segir Snyder. Þessir verstu harðstjórar 20. aldar gættu þess að fremja sín helstu fjölda- morð utan landamæranna en ekki í túninu heima. „Á meðan nasisminn og stalínisminn festu sig í sessi (1933–1938), Þjóðverjar og Sovétmenn skiptu með sér Póllandi (1939–1941) og á tíma þýsk-sovéska stríðsins (1941–1945) var framið fjöldaofbeldi á þessu svæði af þeirri stærðargráðu sem heimurinn hafði aldrei áður séð. Fórnarlömbin voru aðallega gyðingar, Hvít-Rússar, Úkraínumenn, Pólverjar, Rússar og íbúar baltnesku landanna“ (bls. viii). Greinargerð Snyders um þessar hörmungar er átakanleg lesning og geymir ótal upplýsingar sem okkur hefur hætt til að gleyma. Helförin, fjöldamorðin á gyðingum, er löngu orðið áhrifamesta tákn illsku 20. aldar sögunnar, og útrýmingarbúðirnar í Auschwitz eru frægasta svið hennar. En þó áttu þær búðir sér eftirlifendur sem hafa borið vitni um það sem gerðist, vegna þess að þeir sem lentu í vinnubúðunum í Auschwitz áttu möguleika á að lifa af.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.