Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 38

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 38
H a l l d ó r G u ð m u n d s s o n 38 TMM 2017 · 3 Flestir hafa hins vegar gleymt nöfnunum á þeim búðum þar sem nánast allir voru myrtir: Treblinka, Chelmno, Sobibor, Belzec. Langflestir gyðinganna sem teknir voru af lífi í þessum búðum voru pólskir; þeir þýsku gyðingar sem voru vitni að valdatöku Hitlers 1933 dóu flestir af eðlilegum orsökum. Morðin á 165 þúsund þýskum gyðingum voru hrikalegur glæpur, segir Snyder, en aðeins lítið brot af harmleik evrópskra gyðinga. Hann hefur stundum verið gagnrýndur fyrir að leggja of mikla áherslu á afdrif Austur- Evrópu í lýsingu sinni á helförinni og stríðinu, en hver sá sem dregur fram í dagsljósið örlög gleymdra fórnarlamba á rétt á hlutdrægni, því hann er að rétta hlut þess fólks sem ekki hefur átt sér málsvara. Snyder minnir okkur jafnframt á að tæpur helmingur þessara fjórtán milljóna var látinn svelta í hel. Fyrst í hungursneyðinni skelfilegu í Úkraínu 1933 sem sovésk stjórnvöld báru ábyrgð á. Síðar lét Hitler milljónir sovéskra stríðsfanga deyja úr hungri, auk þess að láta skjóta þá sem töldust pólitískir andstæðingar; fjöldi manns svalt í hel í umsátri Þjóðverja um Leníngrad. Snyder telst svo til að meira en þriðjungur þessara fjórtan milljóna mannslífa skrifist á reikning Stalíns. Hann var miklu afkastameiri en Hitler á fyrri hluta tímabilsins; á eftir hungursneyðinni í Úkraínu fylgdu hreinsanirnar miklu, sem náðu hámarki árin 1937–1938 þar sem 750 þúsund manns voru skotnir (Halldór Laxness dvaldi þann vetur í Moskvu og mælti stjórnvöldum bót, sem kunnugt er, rétt eins og hann þóttist ekki sjá hungursneyðina í Úkraínu þegar hann fór þar um í sovésku boði fimm árum áður). Fjöldamorð Hitlers hófust með seinni heimsstyrjöldinni, en þá varð hann líka helmingi afkasta- meiri en Stalín á mun skemmri tíma, vilji menn fara í samanburðarfræði óhugnaðarins. Bókin Blóðakrar er ekki síst áhrifamikil þar sem höfundur lýsir aðstöðu óbreyttra íbúa þessara landa, þar sem Sovétmenn og Þjóðverjar leystu hvorir aðra af í svívirðilegu hernámi, jafnvel hvað eftir annað: „Vegna þessa tvöfalda hernáms, fyrst sovésks og síðan þýsks, varð reynsla íbúa þessara landa enn flóknari og hættulegri. Einfalt hernám getur klofið samfélag í margar kyn- slóðir; tvöfalt hernám er enn sársaukafyllra og veldur enn meiri sundrung. Því fylgir áhætta og freistni sem menn kynntust ekki á Vesturlöndum. Þótt einn erlendur valdhafi hyrfi á brott boðaði það ekkert annað en komu annars. Þegar hernámsliðið hafði sig á burt fór fólk ekki að búa sig undir frið heldur næsta hernám. Íbúarnir urðu að takast á við afleiðingar þeirrar afstöðu sem þeir höfðu tekið til fyrra hernámsliðsins þegar hið síðara kom. Þeir urðu að taka ákvarðanir búandi við hernám annars aðilans með væntanlegt hernám hins aðilans í huga. Breytingarnar höfðu mismunandi þýðingu fyrir mis- munandi hópa. Litháar gátu til dæmis upplifað brotthvarf sovéska hersins 1941 sem frelsun: gyðingum var lífsins ómögulegt að líta svo á.“ (bls. 190, þýð ing mín úr bókinni um Mamúsku). Það er ekki hægt að lá manni sem hefur rannsakað sögu þessa svæðis jafn rækilega og Timothy Snyder að vera afar afar krítískur á stjórnarfar og fram-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.