Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Page 41

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Page 41
TMM 2017 · 3 41 Rúnar Helgi Vignisson Klukka Indónesíu – um indónesíska höfundinn Eka Kurniawan Við höfum ekki haft miklar bókmenntalegar spurnir af Indónesíu þó að þar búi um 260 milljónir manna, eða litlu færri en í Bandaríkjunum. Bent hefur verið á að enginn höfundur frá Indónesíu eða Suðaustur-Asíu hafi fengið Nóbelsverðlaunin í bókmenntum til þessa. Okkur og heiminum öllum er kannski að einhverju leyti vorkunn því að í landinu eru töluð yfir 700 tungumál sem fáir utan eyjanna hafa tileinkað sér. En nú ber svo við að von er á stórri skáldsögu eftir einn þekktasta núlifandi höfund Indónesíu, Eka Kurniawan, sem nýtur vaxandi hylli um heim allan. Kurniawan er fæddur árið 1975 í borginni Tasikmalaya á Vestur-Jövu og nam heimspeki við Gadjah Mada-háskóla í Yogyakarta. Hann er fjölhæfur höfundur, skrifar smásögur, skáldsögur, kvikmyndahandrit, greinar og blogg. Skáldverk hans hafa verið kennd við töfraraunsæi og eftir að hafa lesið átta smásögur og tvær skáld- sögur eftir hann finnst mér það ekki fjarri lagi. Það sem er þó meira um vert er sköpunarkrafturinn og grótesk sagnagleðin sem einkennir verk hans – hér er höfundur sem liggur mikið á hjarta og virðist eiga auðvelt með að koma því frá sér á áhugaverðan hátt. Þekktasta verk Kurniawans er skáldsagan Fegurð er sár (2002) sem kemur nú út í íslenskri þýðingu Ólafar Pétursdóttur. Verkið er hátt í 500 síður og spannar að minnsta kosti 50 ár úr sögu Indónesíu á 20. öld. Til að miðla efninu nýtir Kurniawan sér stílbrögð úr verkfærakistu töfraraunsæisins. Úr verður læsilegt verk sem er nokkurs konar Íslandsklukka indónesísku þjóðar- innar, rekur og varpar ljósi á örlagaríkustu þættina í sköpunarsögu þessa þjóðríkis sem er ári yngra en lýðveldið Ísland. Fegurð er sár hefst á því að Dewi Ayu, persónan sem límir söguna saman, ryðst upp úr gröf sinni eftir að hafa verið dáin í tuttugu og eitt ár. Hún hafði fallið frá 52 ára, tólf dögum eftir að hafa orðið að ósk sinni og fætt forljóta dóttur sem var gefið öfugmælanafnið Fegurð. Hún er svo ljót að hún minnir meira á mannaskít en manneskju, eins og segir í bókinni. Það skýrist svo í fantasíukenndum kafla í lok bókarinnar af hverju Ayu rífur sig upp úr gröfinni og af hverju hún óskaði sér svo ófríðrar dóttur. Tilgangur Ayu með upprisunni er reyndar fremur lítilmótlegur þegar tekið er mið af öðrum atburðum bókarinnar, þjónar kannski fyrst og fremst ramma sögunnar, en nær óneitanlega athygli lesandans og þar með er hálfur björninn unninn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.