Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Page 48

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Page 48
48 TMM 2017 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð En kannski bara einhver einn. Anganin sem steig upp var ekki eins sterk og venjulega. Hugsanlega var hún dulin undir lyktinni af nýrri málningunni, en kannski hafði nýja skiltið fælt alla hina frá því að míga þarna eins og ekkert væri. Hver sem ástæðan var, þá var Sasha ánægð. Henni fannst nýja aðferðin hafa borið árangur. Núna þegar hlandlyktin var svona dauf yrði enginn vandi að losna við hana með skvettu af vatni eða morgunskúr. En nokkrum dögum seinna var óþefurinn aftur orðinn ágengur og hvass, og hann var alveg sérstaklega slæmur á mánudagsmorgninum, eftir helgina þegar lokað hafði verið í versluninni. Fólki nú til dags var slétt sama þótt skírskotað væri til trúarinnar – eða kannski var það bara lyktin af nýju málningunni sem hafði dofnað. Sasha var virkilega fúl. Búðin hennar var lítil tískuverslun, viðskipta- vinirnir ungar framakonur; hvað myndu þær halda ef þær fyndu hlandlykt á bílastæðinu? Í þetta skipti gaf Marjan henni ráð sem var hálfklikkað: Að skrifa skilaboð á arabísku á bílastæðisvegginn. „Fólk myndi ekki þora að pissa á arabísku, það myndi halda að þetta væru ritningarvers.“ En Sasha var ekki til í að gera neitt alveg svona sturlað. Hún kærði sig ekki um að fá á sig handrukkara í trúarlegum klæðnaði sem færu að pönkast á versluninni hennar bara út af einhverju arabísku letri á bílastæðisveggnum. *** Hún ákvað að bíða úti í bíl heila nótt til þess að komast að því hver stundaði það að míga á bílastæðið hennar. Hún kom með snarl og vistir. Hún hafði sofið allan daginn svo hún gæti vakað alla nóttina. Hún var meira að segja með teppi til að halda á sér hita. Undir miðnætti hafði hún enn ekki séð neinn koma til að pissa á bílastæðið en hún átti heldur ekki von á þeim svo snemma. Henni leiddist svo sem ekki. Hún gat stigið út úr bílnum og gengið aðeins um. Bajai-ökumenn héldu enn til nærri versluninni og biðu eftir farþegum, stundum stoppaði leigubíll, og í nágrenninu var opin sjoppa sem seldi sígarettur. Eftir miðnætti datt þögn yfir svæðið og það tæmdist. Hún húkti inni í bílnum. Læsti dyrunum og beið. Og þar sem hún hélt sig í bílnum eftir það, með ekkert til að hafa ofan af fyrir sér nema lögin í útvarpinu, dauft skinið frá mælaborðinu og murrið í vélinni og miðstöðinni, neyddist Sasha til að halda í sér. Þetta hafði hún ekki séð fyrir. Hún hafði steingleymt að taka með sér lyklana að búðinni – Marjan hafði farið með þá heim til sín. Hún harmaði það að vera ekki karlmaður og geta pissað hvar sem var eins og ekkert væri. Karlar gátu pissað í tómar gosflöskur, nú eða á vegginn á næsta bílastæði við vegarkantinn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.