Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Síða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Síða 58
58 TMM 2017 · 3 Kristín Guðrún Jónsdóttir Leitin að rótunum Um Esmeröldu Santiago Ritverk Esmeröldu Santiago bera þess merki að hún á rætur að rekja til tveggja ólíkra menningarheima. Hún fæddist á Púertó Ríkó árið 1948 en fluttist til Bandaríkjanna þrettán ára gömul. Lífshlaup og skáldskapur Santiago bregður upp mörgum stefjum í sögu og menningu Púertó Ríkó en ekki síður eyjarskeggja sem hafa flust á brott til Bandaríkjanna og reynslu þeirra við að fóta sig í nýju landi. Santiago ólst upp í stórum systkinahópi við kröpp kjör í uppsveitum eyjarinnar, í hinni svonefndu jíbaro-menningu, það er sveitamenningu landsins. Púertóríkanski sveitamaðurinn sem býr upp til fjalla er eins konar tákngervingur fyrir sönn puertóríkönsk gildi; oftar en ekki hefur þó verið litið niður á þetta fólk þótt það myndi í raun kjarna menningar landsins. Santiago kynntist líka borgarlífinu ung að aldri þar sem fjölskylda hennar var á töluverðu flakki um eyjuna og bjó um skeið í höfuð- borginni San Juan. Árið 1961 fluttist móðir hennar ásamt sjö börnum til New York og hefur höfundur búið þar síðan. Þar gekk hún í skóla og lærði ensku, og fljótlega opnuðust henni dyr til að nema leiklist og dans við sviðslista- skólann Performing Arts High School í New York. Eftir að hún útskrifaðist þaðan stundaði hún nám að hluta til við kvöldháskóla í nokkur ár meðfram fullri vinnu en fékk þá styrk til að nema við Harvard háskóla þaðan sem hún útskrifaðist með hæstu einkunn í kvikmyndagerð árið 1976. Skömmu síðar stofnaði hún ásamt eiginmanni sínum, Frank Cantor, kvikmynda- og marg- miðlunarfyrirtækið CANTOMEDIA sem hefur hlotið lofsamlega dóma fyrir heimildamyndir sínar. Santiago var komin yfir fertugt þegar fyrsta bók hennar kom út. Það var When I Was Puerto Rican árið 1993, sem í bókstaflegri merkingu útleggst Þegar ég var púertóríkönsk. Áður hafði hún skrifað handrit að heimilda- myndum og birt nokkrar greinar í tímaritum um æsku sína, og var spurð af útgefanda hvort hún vildi ekki skrifa meira um þessi efni. Þannig varð fyrsta bók hennar til, í raun svar við beiðni, bók sem byggir á æskuárum hennar á Púertó Ríkó. Árið 1998 kom út Almost a Woman, sem er sjálfstætt framhald af fyrstu bók hennar; þar heldur höfundur áfram að segja sögu sína, en er nú komin til New York. Báðar hafa þessar bækur komið út á íslensku í þýðingu Herdísar Magneu Hübner undir titlunum Stúlkan frá Púertó Ríkó (2014) og Næstum fullorðin (2016). Salka gaf út. Önnur „minningabók“ hennar er The
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.