Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 60

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 60
60 TMM 2017 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð Næstum fullorðin. Þar rekur Santiago sögu sína í nýja landinu: hún segir frá skólagöngu, tíðum flutningum, viðbrögðum sínum við framandi veruleika stórborgarinnar sem er í algerri andstöðu við sveitalífið í heimalandinu. Allt er nýtt og framandi: tungumálið, umhverfið, menningin. Hún verður fyrir ýmsu mótlæti, ekki síst af fordómum, hvort sem um er að ræða kyn- þátta- eða menningarbundna, og þetta þarf unglingsstúlkan að takast á við og reyna að skilja. Smám saman stækkar fjölskyldan, fjögur systkini bætast við og móðirin virðist eflast með hverju barninu þrátt fyrir áföll og erfiðleika. Hún reynir að framfleyta fjölskyldunni á eigin spýtur, ýmist vinnur hún við saumaskap eða er á bótum. Grundvallarstef þessara bóka er leitin að sjálfsvitund. Það má sjá á því hvernig höfundur horfir til baka til heimalandsins þegar hún reynir að gera upp við sig hver hún er í nýja landinu. Stúlkan eflist á því að takast á við stöðuga niðurlægingu sem hún verður fyrir vegna uppruna síns og með- vitundin vaknar. Hún saknar gamla landsins sem hún var rifin frá að sér forspurðri, vill halda í lífsmáta þess og tungumál, en jafnframt hrífst hún af mörgu í nýja landinu, þyrstir í menntun, vill læra ensku, og finna sér stað í „framtíðarlandinu“. Sjálfsmyndin á í stöðugum innri átökum. Hver er hún, hver vill hún vera? Helst vill hún tilheyra tveimur löndum, tungumálum og menningarheimum. Í öllu þessu ferli má skynja leit höfundar að púertóríkan- anum í sjálfri sér sem er grundvöllur þess að geta skilið sjálfa sig í Bandaríkj- unum og skapað sér rúm þar. Og það tekst henni að lokum með mikilli reisn. Eins og Santiago hefur oft orðað í viðtölum langaði hana að vita meira um sögu Púertó Ríkó og forfeður sína og þar með skilja betur eigið „sjálf“ og menningararf. Hverjir af ætt föður hennar komu til dæmis frá Afríku? Hún lagðist yfir sögu Púertó Ríkó, rýndi í gömul skjöl og útkoman var skáldsagan Conquistadora. Í því verki fjallar Santiago um óhefðbundna unga konu af aðalsættum sem á sér þann draum að setjast að í Púertó Ríkó. Það tekst henni og hún verður yfirmaður plantekru. Sögusviðið er Púertó Ríkó á19. öld þegar eyjan er enn undir spænskri krúnu. Höfundur segir frá sambandi nýlendu og nýlenduherra, en fer einnig langt aftur í tímann, til hernáms eyjarinnar og minnist á þá illu meðferð sem innfæddir fá. Hún rekur sögu nýlendunnar og fléttar inn í viðfangsefnið frásögnina um þræla og þrælahald og uppreisnir þeirra, lýsingum á vinnslu sykurreyrs, fellibyljum sem tíðum eyddu byggðum, kólerufaraldri, sambúð ólíkra kynþátta og stétta, en ekki síst er hér sögð sagan af óvenjulegri og óhefðbundinni konu á 19. öld, ástum hennar og örlögum. Innflytjendabókmenntir? Þjóð á faraldsfæti Oftast eru ritverk Santiago sett undir hatt innflytjendabókmennta í Banda- ríkjunum og höfundur flokkaður með rithöfundum á borð við Juliu Álvarez, Cristinu García, Oscar Hijuelos og Junot Díaz, sem allir skrifa um reynslu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.