Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Síða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Síða 63
L e i t i n a ð r ó t u n u m TMM 2017 · 3 63 allt og allt eiga hennar líkar sér von, þeir geti stýrt ferð sinni vilji þeir það. Með verkum sínum vill hún vekja von í brjóstum þeirra sem búa við erfiðar aðstæður og hafa upplifað eitthvað svipað og hún sjálf. Henni tókst að upp- hefja sig yfir „gettóið“ og losna úr viðjum þess; þannig uppfyllir hún að ein- hverju leyti bandaríska drauminn. Sjálf hefur hún sagt að hún skrifi fyrir unga fólkið nú á dögum og framtíð þess: „Mín kynslóð vill lesa um þessa reynslu, við viljum koma henni áfram til barnanna okkar […] í mörgum skrifum mínum er ég nánast að skrá líf mitt fyrir unga fólkið, fyrir næstu kynslóð.“9 Heimalandið og bækur Santiago á spænsku Flestar bækur Santiago hafa verið þýddar nánast jafnóðum á spænsku. Fyrstu bókina Cuando era puertorriqueña þýddi hún sjálf og kom hún út árið eftir ensku útgáfuna, aðra bók sína þýddi hún einnig en síðari bækur hennar hafa aðrir þýtt. Í inngangi að spænsku útgáfunni segir höfundur frá því hversu flókið það hafi verið að þýða bókina. Bókina skrifaði hún á ensku um reynslu sem hún hafði upplifað á spænsku og þegar kom að því að segja frá reynslu sinni á spænsku vandaðist málið. Þarna skildi hún að „menningar- færslurnar“ höfðu átt sér stað ekki nema að hluta til. Hún tilheyrði hvorki að fullu Bandaríkjunum né Púertó Ríkó, heldur báðum löndunum að hluta til, hún hefur fundið sér stað mitt á milli menningarheimanna tveggja. „Þegar ég var lítil vildi ég verða púertóríkönsk sveitastelpa, sem unglingur vildi ég verða bandarísk. Eftir að ég varð fullorðin er ég hvort tveggja, sveitastúlka frá eyjunni og bandarísk, og ég ber ‚mörlandann‘ með stolti og reisn“ segir höfundur í sama inngangi.10 Það er ekki sjálfgefið að samlöndum sem skrifa úr fjarlægð og á öðru tungumáli sé vel tekið í heimalandinu. Bækur Santiago hafa fengið góðan hljómgrunn á eyjunni, einkum og sér í lagi sú fyrsta þar sem fjallað er um horfinn tíma sem eyjarskeggjar margir sjá eftir og sakna. Þennan liðna veru- leika nær hún að fanga með „utanaðkomandi augum“ og saklausri barns rödd, þess sem skrifar úr fjarlægð bæði í tíma og rúmi. Aðrar bækur hennar á spænsku eru: El sueño de América (1997), Casi una mujer (1999) og El amante turco (2005). Nýjasta verk höfundar, Conquistadora kom samtímis út á ensku og spænsku árið 2011. Esmeralda Santiago missti málið eftir að hún fékk slag árið 2011. Á tveimur árum tókst henni að endurheimta tungumálið, bæði enskuna og spænskuna. Jákvæð sýn hennar virðist í hvívetna fleyta henni yfir erfiða hjalla. Heimildir Acosta Belén, Edna og Carlos E. Santiago, Puerto Ricans in the United States. A Contemporary Portrait, Lynne Rienner Publishers, Boulder/London, 2006. Duany, Jorge, The Puerto Rican Nation on the Move. Identities on the Island and in the United States, The University of North Carolina Press, Chapel Hill/London, 2002.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.