Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Qupperneq 71

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Qupperneq 71
H i r o m i K awa k a m i o g s t j ö r n u r y f i r Tó k ý ó TMM 2017 · 3 71 enda var ég ekki að þýða úr frummálinu heldur stólaði ég á túlkun þriðja aðila, og þar að auki ekki eins heldur tveggja þriðju aðila: Annar hafði snarað verkinu á frönsku, hinn á ensku og þessar tvær þýðingar voru ekki alltaf samhljóma. Ég ákvað samt í þrjósku minni að láta slag standa og reyndi aldrei að komast í samband við Hiromi Kawakami. Þar af leiðandi veit ég í raun ekkert um hana annað en að henni er oftast lýst sem einum af virtustu og vinsælustu rithöfundum Japans. Hún byrjaði frekar seint að skrifa því hún yfirgaf starf sitt sem líffræðingur á miðjum fertugsaldri og tók til við skriftir. Hún hefur hlotið ýmis verðlaun og verk hennar hafa verið þýdd á ensku, frönsku, spænsku, þýsku og ítölsku sem og á íslensku. Stjörnur yfir Tókýó hefur verið færð í sjónvarpsþætti. En nýlega rakst ég á texta eftir Hiromi Kawakami, sem opnaði augu mín á glænýjan hátt. Hún skrifaði hugleiðingu fyrir franska menningartímaritið Télérama í kjölfar jarðskjálftans í Japan 2011, sem olli gríðarlegum skaða og eyðileggingu. Og allt í einu var ég komin í alveg nýtt samband við höfundinn og verk hennar, þar sem hún skilgreinir japanska þjóð á hátt sem ég get tengt sterkt við. Samkvæmt henni lifa Japanir í stöðugum ótta við jarðskjálfta en eru um leið tilbúnir til að takast á við hann: „Lífið er sjálfur óstöðugleikinn. Vitneskjan um óendanleikann er grundvöllur þessarar hegðunar, að hjálpast að í þögn. Já, lífið er samheiti óendanleikans, já, maðurinn er hverfull, já, við erum ein þegar við fæðumst, ein þegar við deyjum, þess vegna verðum við að hjálpa hvert öðru, til að komast af.“ Hún heldur áfram: „Ég er lítilfjörlegt fyrirbæri. Kannski leitt að segja frá því. En það er einmitt það sem gerir líf mitt dýrmætt.“ Þessar pælingar hennar varpa ljósi á það hvað hún var að gera með að skrifa til okkar söguna um Tsukiko og Sensei, þetta klára, skemmtilega og forvitna fólk sem er samt svo einrænt og getur verið svo hrikalega barnalegt og kjánalegt, að maður veit stundum varla hvort maður á að hlæja eða gráta. Allir þessir litlu hlutir í lífinu gera lífið einmitt að því sem það er. Litli lítil- fjörlegi loginn sem skjálfti, flóðbylgja eða eldgos getur slökkt í einu vetfangi. Við þurfum að halda í hann og gefa honum merkingu í gegnum eitthvað sem getur virst alveg fáránlega ómerkilegt og hversdagslegt, eins og rafhlöðu í kassa, sem enn geymir straum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.