Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Qupperneq 74

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Qupperneq 74
74 TMM 2017 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð lestur bókarinnar spurningar um hver sé sannleikurinn um líf hverrar manneskju og hvort einhver eigi rétt á að skilgreina og túlka þann mögulega sannleik. Frá 2006 hefur Jonas Hassen Khemiri skrifað sex leikrit sem hafa verið sviðsett víða um heim. Fyrsta leikritið Invasion! var fyrst sett upp í Borgar- leikhúsi Stokkhólms og sló síðan rækilega í gegn víða, meðal annars í Banda- ríkjunum. Leikrit Khemiris hafa þjóðfélagslega skírskotun, þau eru sprottin úr samtímanum. Verk hans minna á kórverk, þar kallast ólíkar raddir á, og húmor höfundarins nýtur sín mjög vel á leiksviðinu. Hann stillir upp mót- sögnum og spyr ágengra spurninga, eins og þeir sem sáu leikritið ≈ [um það bil], sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu fyrir ekki svo löngu í þýðingu Eiríks Arnar Norðdahl, kannast við. Leikritið fjallar um nokkrar manneskjur sem eru, eins og við öll, rækilega flæktar í net hagkerfisins og markaðslögmálanna. Peningar leika stærstu rulluna og vöngum er velt yfir til hvers menn vinna og hvað þeir fá fyrir vinnu sína. Ein persóna vill komast út úr hagkerfinu, önnur vill rústa því, sú þriðja er að leita sér að vinnu og persónurnar fjárfesta í öllu mögulegu, allt frá furuhnetum til hugsjóna. Í verkinu er stöðugt talað beint við áhorfandann og leitast er við að veita leikhúsgestunum, sem fjárfest hafa í menningarupplifun, sem mest fyrir andvirði hvers miða, stóra spurningin er hvað þurfi til þess að sýningin sé nógu skemmtileg til að standa undir kostnaðinum við leikhúsferðina. Jonas Hassen Khemiri hefur tekið virkan þátt í samfélagsumræðunni í Sví- þjóð. Þekktast slíkra útspila er opið bréf sem hann birti í dagblaðinu Dagens Nyheter árið 2013 með yfirskriftinni „Bästa Beatrice Ask“. Bréfið er skrifað til þáverandi dómsmálaráðherra og þar rekur Khemiri persónulega reynslu sína af fordómum og tortryggni sem hann hefur mætt vegna litarháttar síns. Kveikjan að bréfinu var umdeilt átak sænsku lögreglunnar og útlendinga- stofnunar gegn pappírslausum innflytjendum. Greinin sló öll met í lestri á vef Dagens Nyheter og fékk meiri útbreiðslu á Twitter en nokkur dæmi eru um. Síðast þegar ég vissi var þessi texti Khemiris sá texti á sænsku sem næstmest hefur verið deilt á internetinu og þýðing á opna bréfinu til Beatrice Ask birtist einnig í New York Times. Eftir að hafa einbeitt sér að leikritaskrifum í nokkur ár sendi Jonas Hassen Khemiri frá sér skáldsöguna Allt jag inte minns árið 2015, hún kom út hjá Bjarti á þessu ári með titilinn Allt sem ég man ekki. Aðalpersónan er ungur maður, Samúel, sem dó í árekstri, en óvíst er hvort um er að ræða slys eða hvort hann hefur fyrirfarið sér. Rithöfundur nokkur hefst handa við að reyna að finna út hvað gerðist síðasta daginn í lífi Samúels og hefur samband við samferðamenn hans og ættingja. Þeir eru misfúsir til að rifja upp kynni sín af Samúel og segja ólíkar sögur og gefa ólíka mynd af látnu aðalpersónunni. Vinirnir baktala líka hver annan, þeir ýkja mikilvægi sitt eða draga úr og eitthvað af sögunum virðist uppspuni, en smám saman púslast saman fyrir lesandanum mynd af manninum Samúel og því sem hefur gerst í lífi hans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.