Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Qupperneq 75

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Qupperneq 75
Í v e r ö l d þa r s e m a l l t e r á f l o t i TMM 2017 · 3 75 Í bakgrunni, eða kannski í forgrunni, er Stokkhólmur samtímans, lífleg en stéttskipt borg þar sem víða er fagurt mannlíf en undir niðri kraumar mis- rétti og kynþáttahatur. Allt sem ég man ekki er margradda, djarflega skrifuð og grípandi örlagasaga og hún hlaut virtustu bókmenntaverðlaun Svíþjóðar, Augustpriset, árið 2015. Fyrir skömmu var Jonas Hassen Khemiri tilnefndur til Stregaverðlaunanna (Premio Strega), sem teljast til virtustu bókmenntaverðlauna Ítalíu og stofnuð voru árið 1947. Þau hafa meðal annars verið veitt Elsu Morante, Primo Levi og Umberto Eco. Frá 1986 hafa Stregaverðlaunin einnig verið veitt í flokki þýddra bókmennta og í þeim flokki var Allt sem ég man ekki tilnefnd. Bókin hlaut ekki verðlaunin en í tilefni af tilnefningunni skrifaði Khemiri texta sem birtist í nokkrum af dagblöðum heimsins þann 5. júlí síðastliðinn, m.a. La Republicca, Libération og í menningarkálfi Dagens Nyheter. Yfirskrift greinarinnar er „Minn fyrsti lesandi“ og hún fjallar um lestur, ritstörf, tregðu höfundarins til að tala um að hann sé að skrifa og óttann við að láta lesa yfir handrit. Ég læt nokkur þýdd orð úr greininni verða lokaorð þessarar umfjöllunar: Núna, þegar ég nálgast fertugt, grunar mig að mikilvægasta ástæða þess að ég sagði fólki ekki að ég væri að skrifa, hafi verið óttinn við hvaða áhrif augnagotur sam- borgaranna hefðu á samband mitt við orðin. Þegar ég skrifaði hafði enginn auga með mér. Engin eyru heyrðu að ég bar nafn rithöfundar rangt fram því ég hafði bara séð það á prenti. Engir munnar blöðruðu um að mér myndi mistakast. Engir hausar hugsuðu um að það sem ég væri að gera væri bara tilgerð. Engir vísifingur á lofti. Eða. Við nánari umhugsun var þetta allt þarna. Bæði í skrifunum og hinum svokallaða raunveruleika. En þegar ég skrifaði gat ég haft áhrif. Hér var frelsi sem lífið bauð ekki upp á. Þegar skriftirnar gengu upp breyttist ég í orð. Líkaminn varð að texta, upplifanirnar vörðu að eilífu og tómleikinn sem ég fann fyrir vegna þess að lífið var bara lífið, eilífur þriðjudagur með rigningarsudda, hraðbankaröðum, lafandi heyrnartólum og lestarferð- um sem féllu niður, breyttist í svimandi tilfinningu fyrir því að hafa einhverja merkingu, vera ekki bara dauðvona yfirborð. Þetta var töfrum líkast. Og það klikkaða var að textinn var alltaf þarna. Hann sveik ekki. Vinir fluttu til útlanda, fjölskyldumeðlimir fóru, ættingjar dóu. En textinn var áfram á sínum stað. Hann hafði ekkert annað hlutverk. Hann afsakaði sig aldrei af pólitískum ástæðum, vegna peninga eða veikinda. Og í hvert skipti sem einhver hvarf gat ég notað minningar mínar og skrifað viðkomandi til baka. Orðin veittu mér stöðug- leikatilfinningu í veröld þar sem allt var á floti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.