Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Page 76

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Page 76
76 TMM 2017 · 3 Jonas Hassen Khemiri Kæra Beatrice Ásdís Ingólfsdóttir þýddi Opið bréf til Beatrice Ask, dómsmálaráðherra, sem birtist í Dagens Nyheter í mars 2013. Kæra Beatrice, Það er margt ólíkt með okkur. Þú ert fædd á miðjum sjötta áratugnum, ég í lok þess áttunda. Þú ert kona, ég er karlmaður. Þú ert stjórnmálamaður, ég er rithöfundur. En það má samt finna tengingar á milli okkar. Við höfum bæði lært alþjóðahagfræði (án þess að ljúka prófi). Við erum næstum því með sömu hárgreiðslu (jafnvel þó háraliturinn sé ólíkur). Við erum bæði fullgildir þegnar þessa lands, fædd innan landamæra þess, sameinuð af tungumáli, fána, sögu, innviðum. Við erum jöfn frammi fyrir lögunum. Þess vegna varð ég hissa á fimmtudaginn þegar þú varst spurð í útvarps- þættinum „P1 Morgon“ hvort þú sem dómsmálaráðherra hefðir áhyggjur af því að fólk (borgarar, skattgreiðendur, kjósendur) staðhæfði að það hafi verið stöðvað af lögreglu og spurt um skilríki eingöngu vegna útlits þess (dökkir, ekki-ljóshærðir, svarthærðir). Og þú svaraðir: - Það hvernig fólk upplifir það að vera spurt getur verið mjög einstaklings- bundið. Sumum þeirra sem hafa áður fengið dóm finnst þeir alltaf vera tor- tryggðir, þrátt fyrir að það sjáist ekki á neinum hvort hann hafi framið brot. (…) Til þess að ganga úr skugga um hvort lögreglan vinnur samkvæmt lögum og reglum þá verður maður að hafa heildarmyndina. Áhugavert orðalag: „sem hafa áður fengið dóm“. Því það er nákvæmlega það sem við höfum fengið. Við öll sem erum sek þar til sakleysi er sannað. Hvenær verður persónuleg upplifun að birtingarmynd rasisma? Hvenær verður hún mismunun, undirokun, ofbeldi? Og hvernig getur „heildar- myndin“ útilokað stóran hluta af persónulegri reynslu þjóðfélagsþegnanna? Hvaða reynsla er tekin með í reikninginn? Ég hef einfalda ósk til þín, Beatrice Ask. Ég vil að við skiptum um hlutverk og reynslu. Koma svo. Við gerum þetta bara. Þú hefur oft fengið skrítnar hug- myndir (ég man enn eftir umdeildri hugmynd um að kynlífskaupendur ættu að fá heimsent fjólublátt umslag). Í sólarhring fáum við líkama hvort annars lánaðan. Fyrst fer ég í þinn líkama til að skilja hvernig tilfinning það er að vera kona í stjórnmálaheimi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.