Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 77

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 77
K æ r a B e a t r i c e TMM 2017 · 3 77 feðraveldisins. Svo færð þú haminn af mér til að skilja að þegar þú kemur út á götu, niður á lestarstöðina, inn í verslunarmiðstöðina og sérð lögreglumann standa þar, með lögin sín megin, með réttinn til að nálgast þig og biðja þig um að sanna sakleysi þitt, þá vakna við það minningar. Um aðra misnotkun, aðra einkennisbúninga, önnur augnatillit. Og nei, við þurfum ekki að fara svo langt aftur sem til Þýskalands seinni heimsstyrjaldarinnar eða Suður-Afríku á áttunda áratugnum. Okkur nægir sænsk nútímasaga, röð tilviljanakenndra atvika sem sameiginlegur líkami okkar man skyndilega eftir. Að vera sex ára og lenda á Arlanda, í sameiginlegu heimalandi okkar. Við göngum í átt að tollinum, með pabba sem svitnar í lófunum, sem ræskir sig, sem lagar á sér hárið og pússar skóna með því að nudda þeim í hnésbótina. Tvisvar sinnum gengur hann úr skugga um að sænska vegabréfið sé í réttum vasa. Öllum bleiku manneskjunum er hleypt framhjá. En pabbi okkar er stoppaður. Og við hugsum: Kannski er þetta tilviljun. Að vera tíu ára gamall og sjá sama leikinn endurtekinn. Kannski var það hreimurinn. Að vera tólf ára og sjá enn og aftur það sama gerast. Kannski var það slitna taskan með lélega rennilásnum. Að vera fjórtán, sextán, átján. Að vera sjö ára og byrja í skólanum og fá kynningu á samfélaginu af föður sem er þá þegar svo hræddur um að börnin hans muni erfa útskúfun hans. Hann segir: „Þegar maður lítur út eins og við verður maður alltaf að vera þúsund sinnum betri en allir aðrir til þess að vera ekki afneitað.“ „Af hverju?“ „Af því allir eru rasistar.“ „Ert þú rasisti?“ „Allir nema ég.“ Því það er þannig sem kynþáttahatur virkar. Það er aldrei hluti af okkar sekt, okkar sögu, okkar erfðaefni. Það er alltaf einhvers staðar annars staðar, aldrei hér, í mér, í okkur. Að vera átta ára og horfa á spennumyndir þar sem dökkir menn nauðga, bölva skelfilega, berja konurnar sínar, ræna börnunum sínum, svíkja og ljúga og stela og misþyrma. Að vera sextán, nítján, tuttugu, þrjátíu og tveggja og sjá sömu staðalmyndina … notaða aftur og aftur. Að vera níu ára og ákveða að verða mesti námshesturinn í bekknum, heimsins besti augnakarl. Allt fer samkvæmt áætlun og það er einungis þegar kemur afleysingakennari sem einhver gerir ráð fyrir því að við séum vand- ræðagemlingarnir í bekknum. Að vera tíu og vera eltur af þjóðernissinnum í fyrsta en ekki síðasta sinn. Þeir koma auga á sameiginlegan líkama okkar við rónabekkinn fyrir neðan Högalids-kirkjuna, þeir öskra, við hlaupum, við felum okkur inní porti, blóðbragð í munninum, sameiginlegt hjarta okkar hamast alla leiðina heim. Að vera ellefu og lesa teiknimyndaseríu þar sem Austurlandabúar eru dularfullir og framandi, fallega brúneygir, lostafullir (en jafnframt fláráðir). Að vera tólf ára og fara í Mega-plötubúðina til að fá að hlusta á geisladisk
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.