Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 80

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 80
80 TMM 2017 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð og ákveðinn dómsmálaráðherra útskýrði að þetta snerist ekki um kynþátta- mismunun heldur um „persónulega upplifun“. Regluverk valdsins. Ofbeldi í framkvæmd. Allir voru bara að vinna vinnuna sína. Öryggisverðirnir, lög- reglumennirnir, tollverðirnir, stjórnmálamennirnir, þjóðin. Og hér grípið þið fram í fyrir okkur og segið: Hversu erfitt er að skilja þetta? Allir verða að fara að lögum. Og við svörum: En hvað ef lögin eru ólögleg? Og þið segið: Allt snýst um forgangsröðun og við höfum ekki óendanleg fjárráð. Og við svörum: Hvernig má það vera að alltaf séu til peningar þegar kemur að því að elta uppi þá sem ekkert eiga, en aldrei þegar þarf að verja þá? Og þið segið: Hvernig eigum við að samhæfa það að vera með sterkt félagslegt öryggis- og velferðarkerfi og á sama tíma bjóða alla velkomna? Og við drögum lappirnar og ræskjum okkur, af því að ef við eigum að vera alveg heiðarleg þá höfum við ekki kórrétt svar við þessu. En við vitum að manneskja getur aldrei verið ólögleg og að eitthvað þarf að gera þegar ein- kennisbúningar valda óöryggi og Lögin snúast gegn sinni eigin þjóð og hér færð þú þig fullsadda Beatrice Ask, þú reynir að yfirgefa líkama okkar, þú ert algjörlega sammála lesendum um að þetta hafi staðið yfir of lengi, þetta eru bara endurtekningar, þetta hafi engan tilgang, og þú hefur rétt fyrir þér, þetta tekur engan enda, það er engin lausn, enginn neyðarútgangur, allt endurtekur sig, því stjórnkerfið mun ekki hverfa bara af því að við kjósum á móti Reva1, Reva er rökrétt framhald á stöðugri lágstemmdri undirokun, Reva mun lifa áfram í vanhæfi okkar til að umskapa staðnaða sjálfsmynd þjóðarinnar og í kvöld í röðinni inn á skemmtistað í nágrenni við þig dreifa hinir ekki-hvítu sér kerfisbundið svo þeir verði ekki stöðvaðir af dyravörðum og á morgun á biðlistanum eftir íbúð nota þeir sem eru með útlend eftirnöfn nöfn sambýlinga sinna til að koma í veg fyrir að þeir lendi aftast í röðinni og nýlega skrifaði venjulegur Svíi í atvinnuumsókn: „FÆDD OG UPPALIN Í SVÍÞJÓГ með hástöfum bara af því hún veit hvað gerist annars. Allir vita hvað gerist annars. En enginn gerir neitt. Í staðinn einbeitum við okkur að því að finna þær manneskjur sem hafa flúið hingað í leit að því öryggi sem við erum svo stolt af að geta boðið (sumum af okkar) samborgurum. Og ég skrifa „við“, því við erum hluti af þessari heild, þessum samfélagslíkama, þessu við. Þú mátt fara núna. Heimildir Khemiri, Jonas Hassen. 2013a. Jag ringer mina bröder. Bonnier Pocket, Falun. Khemiri, Jonas Hassen. 2013b. Sweden’s Closet Racists. The New York Times, 21. apríl.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.