Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Síða 85

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Síða 85
J a n e A u s t e n : Æ v i , á s t i r o g f r a m h a l d s l í f TMM 2017 · 3 85 leikrit, ritgerðir og stuttar sögur. Hún safnaði saman æskuverkum sínum frá árunum 1787 til 1793 og skipti þeim í þrjár bækur sem varðveist hafa í hand- riti, en þær bera einfaldlega nöfnin Volume the First, Volume the Second og Volume the Third. Því næst skrifaði hún stuttu bréfaskáldsöguna Lady Susan 1794 sem kvikmynduð var undir heitinu Love and Friendship (2016) með bresku leikkonunni Kate Beckinsale í hlutverki lafði Susan. Árið 1795 hófst Austen handa við að skrifa aðra bréfaskáldsögu Elinor and Marianne sem varð síðar að skáldsögunni Sense and Sensibility, fyrsta útgefna verkinu sem Austen sendi frá sér, en skáldsagan kom út árið 1811, nafnlaust eins og allar sögur hennar á meðan hún lifði.3 Sama ár, í desember 1795, hitti skáldkonan laganemann Tom Lefroy, en ýmsir ævisagnahöfundar telja að samband hennar og Toms hafi haft djúp- stæð áhrif á skáldkonuna. Þau dönsuðu nokkrum sinnum saman og hún daðraði við hann að eigin sögn, en hann var fátækur og ekkert varð úr sam- bandi þeirra þrátt fyrir gagnkvæma hrifningu. Tom fór til Írlands, giftist vel efnaðri konu og varð forseti hæstaréttar í Írlandi árið 1852. Frægasta ævi- sagan sem gerir sér mat úr þessu sambandi er Becoming Jane Austen frá 2003 eftir Jon Spence, en á henni er lauslega byggð kvikmyndin Becoming Jane (2007) með Anne Hathaway í hlutverki skáldkonunnar.4 Árið 1797 lauk Austen við handrit að skáldsögunni First Impressions en hún varð síðar að frægasta verki hennar Pride and Prejudice sem kom út 1813. Skrif Jane voru gjarnan lesin upp fyrir nánustu fjölskyldumeðlimi þeim til skemmtunar. Faðir Jane var mjög hvetjandi og sendi handritið First Impressions til útgefanda í London en því var hafnað og sent til baka ólesið. En þetta varð ekki til þess að draga úr skrifum Jane sem fékk frá föður sínum skrifborð að gjöf sem er talið hafa varðveist til dagsins í dag. Á árunum 1798 til 1799 lagði Austen drög að handritinu „Susan“ sem varð síðar Northanger Abbey, en það er forvitnilegt að þegar fyrir 25 ára aldur hafði Jane Austen lagt drög að þremur af þeim sex skáldsögum sem hún skildi eftir sig þegar hún lést aðeins 41 árs gömul. Í desember 1800 ákvað George Austen að setjast í helgan stein og flutti ásamt konu sinni og dætrunum tveimur til borgarinnar Bath. Jane varð miður sín við þessar fréttir þar sem hún taldi borgarlífið ekki eiga við sig. Bróðursonur hennar sagði síðar að Hampshire sveitin hafi verið „vagga snilli- gáfu hennar“5 og byggði þá ályktun eflaust á þeirri staðreynd að Jane Austen gekk illa að skrifa á meðan hún bjó í Bath og virðist ekki hafa liðið vel þar. Talið er að foreldrar systranna hafi m.a. valið bæinn vegna þess að hann þótti góður staður til þess að finna eiginmenn fyrir ógiftar dætur. Bath gerði fjölskyldunni það kleift að fara í sumarleyfi á ýmsa staði við sjávarsíðuna á suðurströnd Englands eins og til Lyme Regis, þar sem Persuasion gerist að hluta til. Í slíku sumarleyfi 1801, líklega í bænum Sidmouth eða Colyton, er talið að Jane hafi kynnst herramanni sem hún hafi orðið verulega hrifin af og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.