Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Síða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Síða 86
A l d a B j ö r k Va l d i m a r s d ó t t i r  86 TMM 2017 · 3 að tilfinningar hennar hafi verið endurgoldnar. Þegar þau kvöddust höfðu þau ákveðið að hittast aftur fljótlega. Cassandra sagði bræðradætrum sínum að hún hafi talið að maðurinn hefði hug á því að biðja um hönd Jane, en þau sáu hann aldrei framar og fengu síðar þær fregnir að hann hefði látist.6 Nokkrar skáldævisögur um Jane Austen fjalla um þennan „ástmann“ Austen og áhrif sambands þeirra á rithöfundarferil hennar, en byggja að öllu leyti á getgátum.7 Ári síðar, eða haustið 1802, bað góður vinur Austen systranna, bróðir vinkvenna þeirra, um hönd Jane. Hann hét Harris Bigg–Wither og var erfingi talsverða eigna. Í fyrstu játaðist Jane honum en dró svo samþykki sitt til baka næsta morgun eftir svefnlausa nótt. Snemma 1803 var handritið Susan selt til útgefandans Richards Crospy fyrir 10 pund. Bróðir Jane, Henry, sá um samskiptin við útgefandann eins og hann gerði síðar þegar Jane var byrjuð að gefa út sögur sínar. Af einhverjum ástæðum vildi Crospy ekki gefa út Susan og handritið lá óhreyft í mörg ár. Susan sem síðar fékk heitið Northanger Abbey gerist m.a. í Bath, en hún kom ekki út fyrr en vesturinn 1817, nokkrum mánuðum eftir andlát Austen. Í upphafi árs 1805 lést faðir Jane og voru mæðgurnar þá í lausu lofti án húsnæðis og peninga, háðar góðmennsku og stuðningi Austen bræðranna sem jafnframt þurftu að sjá fyrir sínum eigin fjölskyldum. Það var ekki fyrr en 1809 sem Edward Austen Knight, sem 12 ára gamall hafði verið tekinn í fóstur af mjög vel efnuðum barnlausum hjónum, lét móður sína og systur fá hús í Chawton í Hampshire, nálægt fæðingarstaðnum Steventon. Edward sem var eini erfingi Knight hjónanna átti töluverðar landareignir og sveitasetur í Chawton, Godmersham, Steventon og Winchester.8 Fjölskylda eiginkonu hans átti einnig hús og setur í Kent. Þegar Austen var komin aftur í Hamp- shire sveitina tók hún upp handritin sín á nýjan leik og nú hófst sannkallaður blómatími á stuttum höfundarferli hennar. Einu skyldurnar sem Jane hafði á heimilinu voru að sjá um morgun- matinn. Eftir að morgunverði var lokið settist hún niður í stofunni við litla hringlaga skrifborðið sitt og skrifaði verkin sín þar. Henni var umhugað að hvorki þjónar né aðrir sem heimsóttu fjölskylduna yrðu varir við skriftirnar og skrifaði hún því á smáa örk sem auðveldlega var hægt að þekja með klút ef einhver kæmi inn. Þá bannaði Austen að hurðin að herberginu yrði smurð því brakið í henni þegar hún var opnuð gaf skáldkonunni tækifæri á að fela blöðin sín. Austen fór fljótt að huga að útgáfumálum og fann útgefandann Thomas Egerton í London sem var tilbúinn að gefa út skáldsöguna Sense and Sensibility með því skilyrði að höfundur greiddi kostnaðinn. Skáldsagan kom út 1811 eins og áður segir og var nafnlaus en „eftir dömu“, eða „by a lady“. Hún seldist upp, hlaut góða dóma og var hagnaður Austen af sölunni alls 140 pund. Jane byrjaði um þetta leyti á nýrri sögu Mansfield Park ásamt því að vinna að útgáfu Pride and Prejudice sem kom út 1813 og var einnig gefin út nafnlaus eða „by the Author of Sense and Sensibility“. Pride and Prejudice hlaut góðar viðtökur og varð fljótt mjög vinsæl á meðal lesenda. Einn maður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.