Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Qupperneq 88

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Qupperneq 88
A l d a B j ö r k Va l d i m a r s d ó t t i r  88 TMM 2017 · 3 sjúkdómseinkennin gefa til kynna að hún hafi fengið eitlakrabba. Austen hélt áfram að vinna að handriti sínu meðan heilsan leyfði þar til það var fullunnið um miðjan ágúst 1816. Hún byrjaði á nýrri skáldsögu í byrjun árs 1817, Sand- iton, en varð fljótlega svo veik að hún þurfi að leggja skrifin frá sér. Í apríl það ár semur Jane erfðaskrá sína þar sem hún arfleiðir Cassöndru að öllum eigum sínum, fyrir utan 100 pund sem skiptust til helminga og fóru til bróður hennar Henrys, en hann tapaði umtalsverðum peningum þegar bankinn hans fór á hausinn, og til ráðskonu Henrys.13 Mánuði síðar samþykkir Austen að fara til Winchester til að leita sér lækninga. Hún lá banaleguna í College Street nr. 8, í litlu húsi á bak við dómkirkjuna, en Cassandra vék ekki frá henni síðustu dagana. Jane lést 18. júlí eftir erfiða banalegu og Cassandra lýsir missi sínum á þessa leið í bréfi til bróðurdóttur sinnar Fannyar: „Ég hef glatað fjársjóði, þvílík systir, þvílíkur vinur, sem aldrei verður bættur. Hún var sól lífs míns, uppspretta allrar gleði, sefaði allar sorgir. Ég leyndi hana ekki einustu hugsun og það er eins og ég hafi glatað hluta af sjálfri mér.“14 Þar sem ekki þótti við hæfi að konur væru viðstaddar jarðarfarir í upphafi 19. aldar þá fylgdi Cassandra ekki systur sinni í hinstu ferð hennar. Hún lýsir því í bréfi hvernig hún horfir á líkfylgdina bera kistu systur sinnar í átt að kirkjunni: „Ég horfði á litla dapurlega líkfylgdina ganga götuna á enda og þegar hún hvarf úr augsýn og ég hafði glatað henni að eilífu, var ég jafnvel ekki jafn yfirbuguð og ég er nú þegar ég skrifa þetta.“15 Henry Austen bjó þær tvær skáldsögur til prentunar eftir Jane Austen sem ekki höfðu komið út, Northanger Abbey og Persuasion. Þær voru gefnar út saman í lok árs 1817 í fjórum bindum. Sem fyrr var nafn Austen ekki að finna á bókarkápunum, en Henry skrifaði nú æviágrip þar sem hann rakti í stuttu máli lífshlaup systur sinnar og dró upp þá mynd af henni að hún hefði verið góðviljuð, gallalaus og ljúf piparmey. Austen og ástin í tveimur bókmenntagreinum samtímans Frægð Austen óx hægt og rólega á 19. öldinni og fyrsta Austen-æði heims- byggðarinnar má rekja til þess þegar bróðursonur hennar Edward Austen– Leigh skrifaði ævisögu um frænku sína A Memoir of Jane Austen sem kom út 1869 og varð gríðarlega vinsæl. Síðan þá hefur Austen verið órjúfanlegur hluti breskrar bókmenntahefðar, en líklega hefur þó frægðarsól hennar aldrei risið hærra en nú á 21. öldinni. Á síðustu tveimur áratugum hefur komið út fjöldi kvikmyndaaðlagana á öllum skáldsögum hennar, bókmennta- legar endurgerðir, hliðarsögur, framhaldssögur sem og skáldsögur um ævi hennar. Komið hafa út ýmis konar handbækur, sjálfshjálparbækur ritaðar í nafni hennar, kokkabækur, glæpasögur, hrollvekjur og þannig mætti lengi telja. Á íslensku hafa komið út verkin Hroki og hleypidómar (1988) í þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur (eldri þýð. Ást og hleypidómar, 1956) og Emma (2012) í þýðingu Sölku Guðmundsdóttur.16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.