Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Page 94

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Page 94
A l d a B j ö r k Va l d i m a r s d ó t t i r  94 TMM 2017 · 3 útlits, eru þær mögulega ekki jafn frjálsar og ömmur þeirra sem höfðu ekki sömu borgaralegu réttindi.35 Óánægja með útlit eða vandamál sem stafa af framakröfum, barneignum og leitinni að sannri ást eru meðal meginviðfangsefna skvísusagna og í mörgum tilfellum rótin að sjálfsmyndarbresti söguhetjanna því sáttin og jafnvægið er alltaf handan seilingar í samfélagi þar sem skorturinn er eina viðmiðið og sá veruleiki sem þær lifa við. Fyrir hvað stendur Jane Austen í samtímanum? Á síðustu tuttugu árum hefur Austen lætt sér inn í sífellt fleiri rými sam- tímamenningarinnar, en hún fyllir nú út í svæði sem tilheyrðu henni ekki áður. Verk hennar eru ítrekað kvikmynduð fyrir sjónvarp og hvíta tjaldið, þau eru aðlöguð sem teiknimyndasögur og prýða frímerki, auk þess sem endalaus straumur afleiddra bókmenntagreina byggir á verkum hennar. Ef magn endurritana er vísbending um sterka stöðu höfundar, eins og ráða má af umfjöllun þýðingafræðingsins André Lefevere, hefur höfundarvirkni Jane Austen aldrei verið jafn sterk og nú, og menningarleg staða hennar aldrei betri.36 Að sama skapi er höfundarímynd Austen furðu flókin. Fyrir hvað stendur skáldkonan? Var hún róttæk eða íhaldssöm? Var hún fyrirmynd helstu ástarsagnahöfunda samtíðarinnar eða kaldlyndur samfélagsrýnir? Snúast sögur hennar um ást eða peninga, yfirburðakonur eða klaufa, um fágun eða flumbrugang? Var heimur hennar lokaður kvennaheimur eða er allt mann- legt undir í skáldskap hennar? Trúði hún á ástina eða tók hún höfundar- drauma sína fram yfir hjúskaparmöguleika? Er hún klassískur arfleifðarhöf- undur eða merkilegasti afþreyingarhöfundur samtímans? Er hún femínisti, póstfemínisti eða andfemínisti? Þörf lesenda fyrir að spegla sig í skáldkonunni varpar ljósi á þá tilhneigingu stuðningsmanna (og andstæðinga) að sjá í henni nokkurn veginn það sem þeim hentar hverju sinni. Gríðarleg virkni hennar í samtímanum hefur að sama skapi orðið til þess að hún hefur færst yfir á svið hins goðsagnakennda. Hún er orðin að margbreytilegu táknmiði sem lesendur og áhugamenn um skáldkonuna og verk hennar ná hvorki að festa eða binda niður. Höfundar- virkni Austen nær, eins og komið hefur fram, langt út fyrir hefðbundið svið bókmenntanna, djúpt inn í afþreyingarmenningu samtímans. Hún er einn fyrsti kvenrithöfundurinn til að takast með áhrifamiklum hætti á við kven- lega reynslu og eru ítök hennar í nútímanum meiri en flestra þeirra höfunda sem tilheyra samtíma okkar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.