Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Síða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Síða 97
TMM 2017 · 3 97 Einar Már Jónsson Jasconius „Hvað geturðu sagt mér um hvali?“ Það var yfirhagfræðingur Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins sem spurði og leit hvasst á yfir- mann sinn, forstjóra sjóðsins. „Alls ekki neitt“, sagði sá sem spurð- ur var, „hef aldrei heyrt þetta orð. Ég skil heldur ekki hvað það kemur þessu máli við.“ „En ef ég segi þér að hvalir séu útdauð sjávarspendýr sem voru af ýmsum stærðum, sumir margir tugir metra á lengd, og syntu um öll heimsins höf áður en sjórinn með öllu sem í honum fannst var endanlega einka- væddur, en voru fljótlega veidd upp til agna þegar hver eigandi mararbáru gat sett sér reglur eins og honum þóknaðist, – ef ég fræði þig um þetta, hvað segirðu mér þá?“ „Alls ekki neitt, eins og áðan, alls ekki neitt. Og mér finnst við ættum að halda okkur við efnið fremur en eyða tímanum í tilgangslaust tal um einhverj- ar útafdauðar ókindir.“ „En ef það skyldi nú vera svo að í þeim sé að finna lausn gátunnar, skýr- ingin á þeim dularfulla atburði sem hefur gerst og ógnar nú efnahagskerfi veraldar?“ „Þetta geturðu sagt einhverjum öðrum en mér,“ sagði forstjóri Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins kuldalega. Svo varð löng þögn, viðmælendurnir tveir, feitir og kringluleitir með gljáandi húð, reyktu stóra vindla og tunglið varpaði draugalegu ljósi á Dauðadalinn, eina staðinn sem var tryggilega laus við hler- unarbúnað og því hentugur fyrir leyni- lega næturfundi. Þetta samtal átti sér nokkuð langan aðdraganda. Upphafið á öllu var sú kreppa sem skall skyndilega á í skatta- skjólum heims og kom mönnum í opna skjöldu, jafnt triljarðamæringum sem og hagfræðingum í þjónustu þeirra. Örygg- ið í þessum Mekkum fjármálaheimsins virtist endanlega tryggt, þær voru stað- settar á afskekktum og fábýlum eyjum sem fæstir gátu staðsett á korti, ekki aðeins Krókódílaeyjum og Kirimati heldur einnig Qeqertarsuaq og Kol- beinsey sem höfðu fengið sjálfstjórn í peningamálum, og í þeim var tölvukerfi sem var þannig sérhannað að enginn óviðkomandi gæti nokkru sinni komist inn í það, – gárungar í hagfræðingastétt kölluðu það „skírlífisbelti Jómfrúreyja“. Það var fullkomlega hakkarahelt, eins og ráðgjafar bankanna hvísluðu í ríkis- bubbahlustir. En svo fóru að gerast undarlegir hlut- ir sem fáir veittu þó athygli. Á Krókó- dílaeyjum veiddist krókódíll sem reynd- ist vera með hlustunartæki í maganum, en það mál var afgreitt með því að hann hlyti að hafa fundið það í gúmmíbát og gleypt í einum bita, vafalaust hefðu vís- indamenn farið óvarlega með þennan búnað. Varðmanninn á Qeqertarsuaq dreymdi að hann sæi Tunglbóndann dulráðan á svip með heyrnartól fyrir eyrunum. Svo varð varðmanninum á Kolbeinsey – sem var auk þess land- stjóri, forsætisráðherra og fjármálaráð- herra eyjarinnar, fyrir utan að vera aðal- bankastjóri Ice-Bear Bank, – litið út úr skýli sínu um dimma vetrarnótt. Þá dró skyndilega frá tungli, sem var augafullt, og varðmaðurinn sá grilla í mannveru í H u g v e k j a
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.