Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 98

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 98
H u g v e k j a 98 TMM 2017 · 3 úlpu sem var að ráfukertast í klettunum. Hann ýtti samstundis á öryggishnapp- inn, en leitin bar engan árangur. Menn ályktuðu að þetta hefði verið missýn, kannske hefði varðmaðurinn fengið sér fullstóran skammt af því víni sem menn drekka með augunum. Fáeinum mönnum varð órótt, en eng- inn bjóst þó við því sem síðan gerðist. Skyndilega varð alheimi ljóst að hakkar- ar höfðu með einhverjum hætti brotið sér leið gegnum skírlífisbeltið, þeir birtu aragrúa af skjölum sem leiddu í ljós eignir mektarmanna um víða veröld, forkólfa atvinnulífsins, hátt settra stjórnmálamanna og margra annarra, í hinum svokölluðu „aflandsfélögum“ skattaskjólanna, svo og tilfærslur eigna og fjármagns fram og aftur, úr einni þvottavélinni í aðra. Það varð uppi fótur og fit, virðulegustu sómamenn misstu andlitið í beinum útsendingum sjón- varpsins, aðrir földu sig sem best þeir máttu. Víða kom til óeirða, götustrákar og alls kyns lýður safnaðist saman við stjórnarbyggingar, grýtti í þær skóm, hrópaði hin fúlustu fáryrði, og sums staðar sungu menn kviðling eftir sér- vitringinn Mikromegas: „Það var einu sinni skattaskjól sem var skapað fyrir aurafól, þau flykktust að með fjársjóðina í sekkjum. Svo lentu þau loks í prakkara, – leynilegum hakkara. Nú sitja þau í sjónvarpinu á sakborningabekkjum.“ Fjármálakerfi heims riðaði til falls. Menn hættu að bera virðingu fyrir hag- fræðingunum og yfirvöldunum. Þá varð bestu mönnum ljóst að til einhverra ráða yrði samstundis að grípa ef ekki ætti illa að fara. Einhver mundi eftir því að skömmu áður hafði einrænn hag- fræðingur verið á siglingu, einn á bát heimskautanna á milli, og þá hefði hann fundið örlitla eyju í Kyrrahafinu miðju nálægt þeim punkti sem sagður er lengst allra frá föstu landi á heimskringlunni. Eyjan var sporöskjulaga, með örlitla bungu og eins konar höfða út frá öðrum endanum, hún var gráblá, nánast í sama lit og hafið umhverfis, með einhverjum upplituðum gróðri sem tilheyrði þó ekki þessu loftslagsbelti, og ákaflega lág, varla meira en metri yfir sjávarmál þar sem hún var hæst. Hún sást ekki fyrr en að henni var komið, það var auðvelt að villast á henni og öldu, og hvorki gleggsti athugari né fullkomnasta ljós- myndatækni gátu greint hana úr flugvél. Menn skutu saman nefjum og spurðu hver annan í hvíslingum hvort ekki væri ráð að hola þarna niður skattaskjóli skattaskjólanna, móðurtölvu fjármál- anna sem væri trú og örugg fyrir hökk- urum þótt þeir kæmust inn fyrir alla miðgarða fjármálaheimsins. Þetta var samstundis afráðið, og með mestu leynd var sérstök tölva flutt á eyna – sem til alls öryggis fékk ekkert heiti – og þar var hún bundin niður. Vegna þess hve tæknin var nú orðin fullkomin var tölv- an lítil, en hún gat þó verið miðstöð fyrir miljónir fyrirtækja og geymt alla þekkingu fjármálaheimsins, auk þess hafði hún sérstök forrit sem gerðu meðal annars kleift að búa til nýja og nýja skermi á örstuttum tíma, hanna heilu völundarhúsin ef minnsti grunur léki á að hakkari væri í grenndinni. Til þess að komast í tengsl við þessa tölvu var yfirmáta flókin leið, sem auk þess var alltaf hægt að flækja meir og meir ef þörf krefði, og lá hún fyrst um undir- netið sem talið er villugjarnasta svæði veraldar; þar var auk þess hakkara- skynjari. Nú töldu menn að öllu væri borgið, enda gekk allt vel um hríð, fjármála- kerfið dafnaði og triljarðamæringarnir lifðu eins og blóm í eggi. Mektarstólpar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.