Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Page 100

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Page 100
H u g v e k j a 100 TMM 2017 · 3 Síðasti sagnfræðingurinn reyndist búa í kofa skammt frá Hveravöllum. Það var orðið dimmt þegar yfirhagfræðing- inn bar þar að með fylgdarliði sínu, enda voru engin norðurljós á himni, þau höfðu öll verið seld á frjálsum markaði, og úr kofanum barst aðeins dauft kerta- ljós. Við enda hans var stórt búr með bréfdúfum sem sváfu nú svefni hinna réttlátu með gogginn undir öðrum vængnum; þær voru tækið sem síðasti sagnfræðingurinn notaði til samskipta við umheiminn. Hann sat sjálfur fyrir durum úti, niðursokkinn í hugsanir sínar, með fjarræn augu og strauk hundi sínum; sá var af gömlu íslensku kyni með sperrt eyru og hringaða rófu, hafði mannsvit og gegndi nafninu Sámur. Sagnfræðingurinn var beinaber, með úfið og grátt hár og grátt skegg sem náði niður að belti, hann var í þykkri lopa- peysu, slitnum flauelsbuxum, brúnum að lit, og með sauðskinnskó á fótum. Yfirhagfræðingurinn kastaði á hann kveðju og sagði honum í stuttu máli frá erindi sínu, hann nefndi hið dularfulla dánarorð varðmannsins, sem væri sennilega lykillinn að öllu, en skýrði þó ekki frá hlutverki tölvunnar. Síðasti sagnfræðingurinn hlustaði á hann án þess að mæla orð af vörum, og leit öðru hverju til himins. Þegar yfirhagfræðingurinn hafði lokið máli sínu, stóð síðasti sagnfræð- ingurinn þegjandi upp, gekk inn í kof- ann og kom út að vörmu spori með ryk- fallna bók í hendi. Hann leit á gestinn og mælti „þú munt vera hagfræðingur, það sé ég á eyrunum“, setti svo upp gler- augu og las hátíðlega, eins og prestur væri að tóna: „Einn fiskur er enn ótaldur er mér vex heldur í augu frá að segja fyrir vaxt- ar hans sakir, því að það mun flestum mönnum ótrúlegt þykja. Þar kunna og fæstir frá honum nokkuð að segja gjörla, því að hann er sjaldnast við land eða í von við veiðarmenn, og ætla ég ekki þess kyns fisk margan í höfum. Vér köll- um hann oftast á vora tungu hafgufu. Eigi kann ég skilvíslega frá lengd hans að segja með álnatali, því þeim sinnum sem hann hefur birst fyrir mönnum þá hefur hann landi sýnst líkari en fiski. Hvorki spyr ég að hann hafi veiddur verið né dauður fundinn, og það þykir mér líkt að þeir sé eigi fleiri en tveir í höfum, og öngvan ætla ég þá auka geta sín á milli, því ég ætla þá sömu jafnan vera og eigi mundi öðrum fiskum hlýða að þeir væri svo margir sem aðrir hvalir fyrir mikilleika sakir þeirra og svo mik- illar atvinnu sem þeir þurfa.“ Síðasti sagnfræðingurinn lokaði bók- inni, og þagði smástund. Síðan tók hann hægt og prófessorslega til máls: „Þessi mikli hvalfiskur sem hér er frá sagt er einnig kallaður „lyngbakur“, en á lærðra manna máli heitir hann „Jascon- ius“. Af honum ganga ýmsar sögur sem hér voru ekki greindar, því höfundur er vísindamaður og vill halda sig við stað- reyndir. En í mörgum þeirra segir að sjómenn hafi séð hvalinn liggja rétt undir yfirborðinu með lyngi gróið bak upp úr, og þar hafi þeir gengið upp í þeirri trú að það væri eyja. Þeir hafi tekið til við að kveikja eld en þá hafi hvalurinn rumskað og stungið sér niður í djúpin. Nú þykir mér líkast að þessi eyja sem þú segir frá og hvarf svo skyndilega hafi verið þetta bak, semsé tergum Jasconii, og eftir drjúgan svefn, því þessar miklu skepnur eru latar, hafi hann kafað og synt burt. Kannske hefur varðmaðurinn – sem hafði lesið fornar bækur í ein- angruninni – séð hvalstirtluna gnæfa við himin og þá hefur hinn ægilegi sannleikur lokist upp fyrir honum. Venjuleg stórhveli gátu kafað niður á þúsund metra dýpi eins og ekkert væri,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.