Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 103

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 103
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2017 · 3 103 Lýsing Magna á kröfum skáldskapar- ins minnir reyndar nokkuð á kenningu bandaríska rithöfundarins Edgars All- ans Poe sem árið 1846 lýsti þeirri kröfu á texta smásögu að hvert einasta orð ætti að miða að því takmarki að byggja verkið, engu mætti vera ofaukið. Allt á að miðast við að kalla fram það and- rúmsloft – og þau ‚tilteknu endalok‘ – sem sagan miðlar. Verk Álfrúnar eru þaulunnin í anda Poe, þó hún hafi alfar- ið snúið sér að skáldsögum eftir smá- sagnasafnið Af manna völdum frá árinu 1982. Textinn er formaður á markvissan hátt og samtöl persónanna hafa öll hlut- verk innan vefnaðarins. Jafnframt eru Fórnarleikar áhugavert verk í ljósi greiningar Gunnþórunnar á samspili minninga og gleymsku. Kynslóðir og konur Eins og áður segir kynnir Álfrún fjórar kynslóðir til sögunnar, þó ekkert endi- lega í réttri röð. Fyrir utan þátt Magna og fjölskyldu hans sem gerist í nútíman- um, rétt fyrr hrun, þá eru mæðgurnar Arndís og Regína fyrirferðarmestar, en Regína er móðir Magna. Faðir Regínu, Guðgeir, er mikill áhrifavaldur í sög- unni, því ákvarðanir hans hafa mikil áhrif á þrjár konur: móður hans Sól- borgu, eiginkonu hans Arndísi og dótt- urina Regínu. Raddir sögunnar eiga þau Arndís og Guðgeir, Regína og Magni. Þó Sólborg sé nokkuð áberandi fær hún aldrei að segja frá, né kona Magna, Bettý, eða synir þeirra sem stuttlega koma við sögu. Burðarás framvindunn- ar er hjónaband Arndísar og Guðgeirs og loks dauði hans, en hann bindur enda á líf sitt með dramatískum hætti sem á sinn þátt í samskiptavanda mæðgnanna. Því enn eitt þema verksins eru einmitt samtöl og samskipti persóna sem iðulega virðast skapa meiri vanda en þau leysa. Og þar kemur þáttur minninganna inn, því auk þess að fjalla um átökin við að skrifa fjölskyldusögu út frá óskipulögð- um upptökum eins fjölskyldumeðlims – reyndar í bland við einhver viðtöl sem virðast einkennast af tregðu: „Það kom […] á daginn að aðeins örfáir voru sam- ræðufúsir“ (10) – þá kemur í ljós að minningarnar eru afar mismunandi og stangast jafnvel á hjá fólki.. Guðgeir elst upp í húsi foreldra sinna og býr þar við góð kjör, faðir hans er vel stæður heildsali. Móðir hans er hinsveg- ar af fátæku fólki komin, þó hún vilji helst gleyma sem mestu um fortíð sína, og hefur lítinn skilning á bókelsku og sagnaást þeirra feðga. Þegar Guðgeir eldist vill hann helst halda sig við bæk- urnar en foreldrarnir krefjast þess að hann afli sér praktískrar menntunar til að taka við fyrirtækinu. Þetta fer illa í Guðgeir sem er einrænn og feiminn og þó að hann taki svo við starfi föður síns þá lýkur hann aldrei menntun og ljóst er að hann er ekki hamingjusamur maður. Þó finnur hann hamingju í ást sinni á Arndísi og Regínu, en sú ást verður einnig til þess að hann fargar sér – eða nægir allavega ekki til að hann nái að halda í lífsviljann. Arndís speglar að nokkru leyti Sólborgu, gengur inn í hjónaband og fjölskyldu sem er mun ofar henni í hinum ósýnilega stéttastiga og þrjóskast alla tíð við að halda sjálf- stæði sínu. Hún hafnar tilboði Sólborgar um að flytja í ættarhúsið þegar Guðgeir deyr, en neyðist að lokum til þess eftir lát tengdamóður sinnar sem arfleiðir sonardótturina Regínu að húsinu, að því tilskyldu að Arndís fái að búa þar og að heimilinu sé haldið við. Það gerist þó með öðrum hætti en hún hafði hugsað sér, því Arndís verður að taka inn leigj- endur til að standa straum af kostnaði og Regína heldur því áfram eftir að hún kemur að utan úr námi með soninn Magna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.