Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 107

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 107
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2017 · 3 107 að nokkru leyti í sér sátt, eins og þegar hann uppgötvar nýja hlið á móður sinni – og kallar hana ‚mömmu‘ ómeðvitað, þó vissulega valdi val hans mikilli óhamingju kvennanna í lífi hans. Fjórði meginþráðurinn er svo eins og áður segir, saga Magna. Álfrún fléttar þessar fjórar raddir saman af fádæma fimi, sagan er óaðfinnanlega upp byggð og þunginn eykst eftir því sem á líður, jafnframt því sem vonin um lausn og sátt verður greinilegri. Frásagnirnar flakka fram og til baka í tíma og rúmi, bæði vegna persónanna sem tala en einnig innan hvers kafla, því þeir byggj- ast oftar en ekki á samblandi minninga og nútíðar. Í hugleiðingum sínum um eðli skáldskaparins og átökin við hina ‚óskálduðu skáldsögu‘ sem vitnað var til hér í upphafi segir hann að sannleikur skáldsögu felist í því „að heimur sög- unnar, lokaður heimur hverrar sögu fyrir sig, sé sennilegur. Sannleikur í skáldsögu er fyrst og fremst af sam- mannlegum toga, og hans leitar lesand- inn í þeim skáldverkum sem hann les. Með því tekur hann þátt í að skapa þau […]. Svigrúm til að skapa er mikilvægur þáttur fyrir lesanda skáldsagna“ (200). Það er einmitt þetta sem Álfrúnu lætur svo vel, að gefa lesandanum færi á að draga sínar eigin ályktanir og velta fyrir sér persónunum, ástæðum og afleiðing- um gjörða, samskiptum – og samskipta- leysi, tilfinningum, minningum og gleymsku. Þorleifur Hauksson Andartök: ígildi heims sem var heill Þorsteinn frá Hamri: Núna, Mál og menning 2016 Núna er 21. ljóðabók Þorsteins frá Hamri á rúmrar hálfrar aldar skáldferli. Þó að allar þær bækur beri greinileg höfundareinkenni og myndi ákveðna samfellu hefur hver og ein eitthvað nýtt og ferskt fram að færa, og þessi er engin undantekning. Í einkunnarorðum bók- arinnar fjallar skáldið um „sum“ ljóðin af hógværð og ákveðinni angurværð vegna þess hve lítið andsvar þau hafi vakið. Eða sá er minn skilningur. Þetta minnir á undurfagurt ljóð í áttundu ljóðabók Þorsteins, Spjótalögum á speg- il, sem heitir Saknaðarstef um læk og er reyndar margrætt eins og flest önnur kvæði hans. Ljóðið sem ég staldra fyrst við heitir Útlegð og fjallar um orð sem skáldið hefur strikað út, en saknar, því að þar var „letrað / nákvæmlega það / sem ég nú vildi þyrmt hafa“. Þessi útlægu orð hafa síðan lifað einhvers konar eigin lífi, persónugerð eins og margir félagar þeirra úr fyrri bókum Þorsteins, lent á vergang, kannski guðað einhvers staðar á glugga. En í lokaorðum ljóðsins kemur fram til hvers er ætlast af þeim, hvers þau geta verið megnug. Þau kviknuðu til lífs í svartasta skammdeginu, „leyndasta kima / hinnar yfirskyggðu árstíðar“, en alltaf var von til að þau fyndu sér stað í vorinu góða sem á það til að opinbera iljastað margra hinna óvart erindisbæru skrefa.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.