Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Blaðsíða 11
Inngangur
Hagþróun í umheiminum.
Árið 1982 var ár mikilla efnahagserfiðleika um allan heim. Þjóðarframleiðsla
iðnríkja minnkaði; milliríkjaviðskipti drógust saman annað árið í röð og meira
en þrjátíu milljónir manna voru atvinnulausar í iðnríkjum Vesturlanda og
fjölgaði eftir því sem á árið leið. Áhrif kreppunnar komu þó enn harðar niður á
þróunarríkjunum og áttu mörg þeirra erfitt uppdráttar vegna markaðserfiðleika
og vaxandi skuldabyrði. Skuldasöfnun og jafnvel yfirvofandi greiðsluþrot
einstakra ríkja stofnuðu gjaldeyris- og viðskiptakerfi heimsins í verulega hættu,
sem þó tókst að bægja frá með alþjóðlegu samstarfi.
Þótt flest virtist í afturför í heimsbúskapnum árið 1982, mátti greina nokkrar
jákvæðar breytingar í hagþróun. Má þar nefna hjöðnun verðbólgu og lækkun
olíuverðs og nafnvaxta síðustu mánuði ársins. Raunvextir á alþjóðalánamarkaði
eru þó enn mjög háir.
Margt þykir benda til þess, að árið 1982 hafi efnahagsstarfsemin í heiminum
náð botni í óvenjudjúpum öldudal. Saman fóru venjuleg hagsveifla og langæ
vandamál í skipulagsgerð atvinnuvega í gamalgrónum iðnríkjum. Af þessum
sökum má búast við, að batinn verði hægur. Fyrri hluta árs 1983 hefur hagvöxtur
glæðst á ný í mikilvægum iðnríkjum — ekki síst Bandaríkjunum. Samdráttar-
skeiðið virðist því á enda runnið og afturbati að hefjast. Flest iðnríki eiga þó enn
að glíma við mikið atvinnuleysi, sem ekki hefur dregið úr á þessu ári.
Spár alþjóðastofnana1) benda nú til þess, að hagvöxtur í iðnríkjum verði nær
2% árið 1983 eftir Va% samdrátt 1982. Hvað OECD-ríkin varðar, er búist við, að
hagvöxtur síðari hluta árs jafngildi um 3V2% ársvexti, en hann var l3/4% fyrri
hluta ársins. Vöxtur þjóðarframleiðslunnar frá fyrra ári er þó talinn verða innan
við 1% í OECD-ríkjum í Evrópu á þessu ári en um 2% árið 1984. Afturbatinn er
mikið undir hagvexti í Bandaríkjunum kominn, en síðustu spár OECD benda til
3% aukningar þar í ár og 4-5% hagvaxtar næsta ár.
Verðbólga í iðnríkjunum er talin munu hjaðna úr rösklega 7% 1982 á
mælikvarða verðlags þjóðarframleiðslu í 5'/2% þetta ár. Árið 1982 hækkaði
neysluvöruverð í OECD-ríkjunum að meðaltali um 8%, samanborið við 10V2%
1981 og nær 13% 1980. Tólf mánaða hækkun neysluvöruverðs OECD til loka
aprílmánaðar síðast liðins nam hins vegar um 5V2%.
Þrátt fyrir þann hagvöxt, sem spáð er í aðildarríkjum OECD á þessu ári, er
búist við, að atvinnuleysi fari þar enn vaxandi. Reiknað er með, að 33 V2 milljón
1) International Monetary Fund: World Economic Outlook, maí 1983, OECD: Economic Outlook, júlí 1983.