Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Blaðsíða 83
81
samfara óhóflegum erlendum lántökum. Innstreymi erlends lánsfjár bætir í
fyrstu gjaldeyrisstöðu bankanna og eykur því peningamagn. Ef ekki er jafnframt
beitt aðgerðum í peningamálum í því skyni að auka sparifjármyndun eða draga
úr útlánum, svo sem hækkun vaxta og bindiskyldu, hlýtur hið aukna peninga-
magn að auka þjóðarútgjöld. Aukning þjóðarútgjalda umfram framleiðslu
veldur verðhækkun og/eða halla á viðskiptum við útlönd. Þegar allt kemur til
alls, getur óhóflegt innstreymi lánsfjár á endanum gert gjaldeyrisstöðuna verri,
þótt það bæti hana í fyrstu.
Á fyrstu mánuðum ársins er allajafna mikið peningaútstreymi úr Seðlabank-
anum. Veldur því annars vegar yfirdráttur ríkissjóðs við bankann og hins vegar
veiting afurðalána á vetrarvertíðinni. Af þessu leiðir, að lausafjárstaða
innlánsstofnana batnar. Á fyrstu mánuðum þessa árs hefur yfirdráttur ríkissjóðs
við Seðlabankann aukist verulega. í júnílok nam skuld ríkissjóðs (A-hluta) við
Seðlabankann 1 319 milljónum króna og nemur aukningin frá áramótum 1 164
milljónum króna, en á sama tíma í fyrra jókst skuldin um 76 milljónir króna.
Lausafjárstaða innlánsstofnana var neikvæð um 662 milljónir króna í lok júní,
en það er óbreytt frá því um áramót í krónum talið. Lausafjárstaðan batnaði
mikið í júní, eða um 250 milljónir, og má að mestu rekja þann bata til
samsvarandi skuldaaukningar ríkissjóðs. í júnflok nam lausafjárstaðan um 4,3%
af innlánum, en var um 6,2% af innlánum um áramót.
Bráðabirgðatölur sýna, að útlán innlánsstofnana hafa aukist um 80% á 12
mánuðum miðað við júnílok. Nokkuð hefur dregið úr útlánaþenslunni, en milli
áramóta varð útlánaaukningin 87%. Hér kemur til samkomulag viðskiptabank-
anna í janúar og breytingar á viðskiptum Seðlabanka við innlánsstofnanir, sem
vikið var að hér að framan. Á tólf mánuðum miðað við júnílok jukust
heildarinnlán innlánsstofnana um 81% að því er talið er og er aukningin
langmest á bundnum reikningum. Tölur um peningamagnsbreytingar sýna
aukningu á bilinu 60% (M1 og M2) til 80% (M3) á tólf mánuðum miðað við
júnflok. Gjaldeyrisstaða bankanna hefur versnað um 1 689 milljónir króna á
föstu gengi á undanförnum 12 mánuðum.
Lánamál.
Ný lán fjárfestingarlánasjóða námu í fyrra um 1 664 milljónum króna og höfðu
aukist um 47% miðað við fyrra ár. Þetta er mun minni aukning en árið á undan,
en þá nam útlánaaukningin 71%. Á árinu 1981 var útlánaaukningin mun meiri
en svaraði til aukningar fjármunamyndunar á því ári. Áætlað er, að útgjöld til
fjármunamyndunar 1982 hafi aukist um 51% á árinu og aukning útlána
fjárfestingalánasjóða er því svipuð.
íbúðalánasjóðir, þ. e. Byggingarsjóður ríkisins og Byggingarsjóður verka-
manna, lánuðu í fyrra um 633 milljónir króna, eða 59% meira en árið 1981.
Miðað við meðalhækkun byggingarvísitölu hafa útlán því lækkað að raungildi
um rúm 4%. Eins og undanfarin ár voru útlán Byggingarsjóðs verkamanna
6