Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Blaðsíða 89
1982.
Janúar.
Seðlabankinn ákvað í ársbyrjun að opna ekki gjaldeyrisdeildir bankanna á
meðan óvissa ríkti um efnahagsráðstafanir vegna fiskverðsákvörðunar. Hinn 14.
janúar var gengi krónunnar lækkað um 12% og var gengisskráning tekin upp að
nýju þann dag. Leiddi gengislækkunin af sér um 13,6% meðalhækkun á verði
erlends gjaldeyris.
Með bráðabirgðalögum nr. 1/1982 um ráðstafanir vegna ákvörðunar Seðla-
banka íslands um breytingu á gengi íslenskrar krónu hinn 14. janúar 1982 var
kveðið á um upptöku 6% gengismunar af birgðum sjávarafurða og ráðstöfun
þess gengismunar til Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins.
Með reglugerð nr. 688/1981 voru þorskveiðar skuttogara á árinu 1982
bannaðar sem hér segir:
(a) í 45 daga samtals á tímabilinu 1. janúar til 30. apríl 1982 og þar af skal hvert
skip láta af þorskveiðum í að minnsta kosti 15 daga á tímabilinu 1. janúar til
28. febrúar 1982.
(b) í 60 daga samtals á tímabilinu 1. maí til 31. ágúst 1982 og þar af skal hvert
skip láta af þorskveiðum í að minnsta kosti 35 daga á tímabilinu 1. júlí til 31.
ágúst 1982.
(c) í 45 daga samtals á tímabilinu 1. september til 31. desember 1982.
Hinn 18. janúar ákvað yfirnefnd Verðlagsráðs 17,9% hækkun almenns fiskverðs
fyrir tímabilið 1. janúar til 28. febrúar 1982. Forsenda þessarar ákvörðunar var,
að olíugjald lækkaði úr 7,5% í 7% og lög um olíugjald, sem giltu til ársloka 1981,
yrðu framlengd þannig breytt til ársloka 1982. Skiptaverð til sjómanna hækkaði
því um 17,9%, verð til útgerðarmanna um 17,2% og hráefniskostnaður
fiskvinnslunnar um 17,4%.
Seðlabankinn ákvað að frá og með 1. janúar 1982 skyldu öll endurseljanleg
afurðalán skráð í íslenskum krónum í stað erlends gjaldeyris. Vextir voru
ákveðnir 29%.
Febrúar.
Bensíngjald var hækkað úr kr. 1,70 á hvern lítra í kr. 2,09 á hvern lítra eða um
tæplega 23%.
Tollur á margvíslegum heimilistækjum og hlutum til þeirra var lækkaður úr
80% í 40% (lög nr. 2/1982). Jafnframt var sérstakt tímabundið vörugjald fellt
niður af ýmsum varahlutum til þessara tækja (reglugerð nr. 19/1982).