Þjóðarbúskapurinn

Tölublað

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Blaðsíða 67

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Blaðsíða 67
Þjóðhagsyfirlit 1982 og spá 1983 í þjóðhagsáætlun fyrir árið 1982, sem sett var fram haustið 1981, var reiknað með, að afli ykist ekki frá árinu 1981. Breytingar á samsetningu framleiðslunnar voru þó taldar geta haft í för með sér 2% aukningu sjávarvöruhlutans og í heild var útflutningsframleiðslan talin geta vaxið um 4% vegna aukinnar stóriðju- framleiðslu. Á þessum forsendum fyrst og fremst var þjóðarframleiðslan talin geta aukist um 1% á árinu 1982, en þjóðartekjur þó aðeins um 0,5% vegna 1- 2% rýrnunar viðskiptakjara. í spá um viðskiptajöfnuð fyrir árið 1981, sem var grunnur þjóðhagsáætlunar 1982 hvað viðskiptin við útlönd varðaði, tókst hvorki að sjá fyrir mikla birgðasöfnun útflutningsafurða né mikla innflutningsaukningu á síðustu mánuðum ársins. Haustið 1981 var því ekki gert ráð fyrir meiri háttar viðskiptahalla það ár og viðskiptin við útlönd voru talin geta orðið hallalaus árið 1982. Viðskiptajöfnuðurinn 1981 reyndist síðan óhagstæður um 5% af þjóðar- framleiðslu og hlaut sú niðurstaða að breyta horfunum fyrir árið 1982 verulega. í þjóðhagsspá í mars 1982, sem sett var fram í riti Þjóðhagsstofnunar Úr þjóðarbúskapnum nr. 13 var séð fram á mikinn samdrátt í loðnuveiðum og þar með í framleiðslu sjávarafurða, svo og minni framleiðslu stóriðjuvera en fyrri áætlanir þeirra gáfu til kynna. í þessum spám var raunar reiknað með nokkurri loðnuveiði undir lok ársins, en á hinn bóginn voru ekki komin fram nein glögg merki um samdrátt í þorskafla. Var útflutningsframleiðslan í heild talin verða svipuð og árið áður. Niðurstaða þessarar spár var sú, að þjóðarframleiðslan myndi dragast saman um 1% á árinu 1982. Viðskiptakjörin voru í heild talin verða svipuð og árið áður og þjóðartekjur því áætlaðar breytast eins og framleiðslan. Viðskiptajöfnuður var talinn verða óhagstæður um 4V2% af þjóðarframleiðslu, og var þá miðað við ótruflaðan skreiðarútflutning til Nígeríu. í sumarbyrjun 1982 varð ljóst, að umtalsverður aflabrestur yrði á þorsk- veiðum. í spám, sem birtar voru í júní, í 1. hefti ritsins Framvinda efnahagsmála 1982, voru því taldar horfur á 12-20% samdrætti sjávarafurðaframleiðslu og 3- 6% samdrætti þjóðarframleiðslu, eftir því hvernig aflabrögð yrðu það sem eftir lifði af árinu. Viðskiptakjörin voru talin rýrna um 1% miðað við fyrra ár og viðskiptahallinn talinn stefna í 8-9% sem hlutfall af þjóðarframleiðslu. Við fyrsta uppgjör þjóðhagsreikninga fyrir árið 1982 verður niðurstaðan sú, að þjóðarframleiðslan hafi orðið 2% minni en árið áður. Viðskiptakjörin við útlönd urðu lxh% lakari en árið áður og eru áhrif þeirrar rýrnunar talin hafa numið 0,3% af þjóðarframleiðslu á föstu verðlagi. Þjóðartekjur drógust því lítið eitt meira saman en þjóðarframleiðslan á árinu 1982, eða um 2,3%. Niðurstaða þeirrar þjóðhagsspár fyrir árið 1983, sem fjallað hefur verið um í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Þjóðarbúskapurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.