Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Blaðsíða 67
Þjóðhagsyfirlit 1982 og spá 1983
í þjóðhagsáætlun fyrir árið 1982, sem sett var fram haustið 1981, var reiknað
með, að afli ykist ekki frá árinu 1981. Breytingar á samsetningu framleiðslunnar
voru þó taldar geta haft í för með sér 2% aukningu sjávarvöruhlutans og í heild
var útflutningsframleiðslan talin geta vaxið um 4% vegna aukinnar stóriðju-
framleiðslu. Á þessum forsendum fyrst og fremst var þjóðarframleiðslan talin
geta aukist um 1% á árinu 1982, en þjóðartekjur þó aðeins um 0,5% vegna 1-
2% rýrnunar viðskiptakjara. í spá um viðskiptajöfnuð fyrir árið 1981, sem var
grunnur þjóðhagsáætlunar 1982 hvað viðskiptin við útlönd varðaði, tókst hvorki
að sjá fyrir mikla birgðasöfnun útflutningsafurða né mikla innflutningsaukningu
á síðustu mánuðum ársins. Haustið 1981 var því ekki gert ráð fyrir meiri háttar
viðskiptahalla það ár og viðskiptin við útlönd voru talin geta orðið hallalaus árið
1982. Viðskiptajöfnuðurinn 1981 reyndist síðan óhagstæður um 5% af þjóðar-
framleiðslu og hlaut sú niðurstaða að breyta horfunum fyrir árið 1982 verulega.
í þjóðhagsspá í mars 1982, sem sett var fram í riti Þjóðhagsstofnunar Úr
þjóðarbúskapnum nr. 13 var séð fram á mikinn samdrátt í loðnuveiðum og þar
með í framleiðslu sjávarafurða, svo og minni framleiðslu stóriðjuvera en fyrri
áætlanir þeirra gáfu til kynna. í þessum spám var raunar reiknað með nokkurri
loðnuveiði undir lok ársins, en á hinn bóginn voru ekki komin fram nein glögg
merki um samdrátt í þorskafla. Var útflutningsframleiðslan í heild talin verða
svipuð og árið áður. Niðurstaða þessarar spár var sú, að þjóðarframleiðslan
myndi dragast saman um 1% á árinu 1982. Viðskiptakjörin voru í heild talin
verða svipuð og árið áður og þjóðartekjur því áætlaðar breytast eins og
framleiðslan. Viðskiptajöfnuður var talinn verða óhagstæður um 4V2% af
þjóðarframleiðslu, og var þá miðað við ótruflaðan skreiðarútflutning til Nígeríu.
í sumarbyrjun 1982 varð ljóst, að umtalsverður aflabrestur yrði á þorsk-
veiðum. í spám, sem birtar voru í júní, í 1. hefti ritsins Framvinda efnahagsmála
1982, voru því taldar horfur á 12-20% samdrætti sjávarafurðaframleiðslu og 3-
6% samdrætti þjóðarframleiðslu, eftir því hvernig aflabrögð yrðu það sem eftir
lifði af árinu. Viðskiptakjörin voru talin rýrna um 1% miðað við fyrra ár og
viðskiptahallinn talinn stefna í 8-9% sem hlutfall af þjóðarframleiðslu.
Við fyrsta uppgjör þjóðhagsreikninga fyrir árið 1982 verður niðurstaðan sú,
að þjóðarframleiðslan hafi orðið 2% minni en árið áður. Viðskiptakjörin við
útlönd urðu lxh% lakari en árið áður og eru áhrif þeirrar rýrnunar talin hafa
numið 0,3% af þjóðarframleiðslu á föstu verðlagi. Þjóðartekjur drógust því lítið
eitt meira saman en þjóðarframleiðslan á árinu 1982, eða um 2,3%.
Niðurstaða þeirrar þjóðhagsspár fyrir árið 1983, sem fjallað hefur verið um í