Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Blaðsíða 60
58
Tafla 24. Skipting vöruinnflutnings eftir viðskiptasvæðum 1973-1982.
Meðaltal
1973-1977 1978 1979 1980 1981 1982
% % % % % %
EFTA ............................. 20,6 22,1 22,7 21,3 23,9 22,2
EBE .............................. 44,8 47,1 46,4 44,0 44,4 '45,9
Austur-Evrópa .................... 12,2 10,3 12,7 11,1 9,3 10,3
Norður-Ameríka .................... 8,7 7,5 7,1 10,8 8,9 9,0
Önnurlönd......................... 13,7 13,0 11,1 12,8 13,5 12,6
Samtals ......................... 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0
má að nokkru greina slík áhrif í hlutdeild EBE og Bandaríkjanna og ekki síður
hjá einstökum löndum innan EBE.
Fróðlegt er að bera saman mikilvægi einstakra landa og markaðssvæða í
vöruinnflutningi og vöruútflutningi (sbr. hér að framan) á síðasta tíu ára
tímabili. Þannig hefur hlutur EFTA-ríkjanna í innflutningnum heldur aukist á
síðari hluta tímabilsins, eða úr 20% í 22% að meðaltali, á sama tíma og hið
gagnstæða á sér stað um útflutninginn. Fllutur Efnahagsbandalagsins er svipaður
allt tímabilið í innflutningi, eða um 45%, en eykst töluvert í útflutningi, eða úr
30% á fyrri hluta tímabilsins í tæplega 35% að meðaltali frá 1978. Hvað Austur-
Evrópuríkin snertir, fer vægi þeirra heldur minnkandi og á það bæði við um
innflutning og útflutning, enda stærstur hluti viðskiptanna á vöruskiptagrund-
velli. Um Bandaríkin er það að segja, að heldur hefur dregið úr mikilvægi þess
markaðar fyrir útflutninginn á síðari hluta tímabilsins, eða úr 29% í 26% af
heildinni að meðaltali, en innflutningshlutfallið er svipað allt tímabilið.
Útgjöld til kaupa á erlendri þjónustu jukust um 83% í krónum á síðastliðnu
ári, en það svarar til um 6% aukningar í dollurum og er talið svara til 9,5%
aukningar að raungildi. Stærsti liður þjónustuútgjaldanna eru útgjöld vegna
samgangna (um 40% af heildarútgjöldum), en þau jukust um svipað hlutfall og
tekjur af samgöngum, þrátt fyrir talsverða lækkun olíuverðs á árinu.
Vaxtagreiðslur af erlendum lánum námu um 31% af þjónustuútgjöldum í heild
og jukust um liðlega 9% í dollurum. Hér gætti fyrst og fremst aukningar
erlendra skulda og mikillar hækkunar á gengi dollars, en verulegur hluti hinna
erlendu skulda er í dollurum.
Innflutningur vöru og þjónustu er þannig í heild talinn hafa aukist um tæplega
1% að raungildi árið 1982 eftir 8,6% aukningu árið 1981.
Á fyrri helmingi þessa árs hefur innflutningur verið mun minni en í fyrra.
Miðað við sama gengi bæði árin er samdrátturinn um 17%, en það svarar líklega
til 16% magnminnkunar. Reiknað á föstu gengi er hinn svonefndi sérstaki
vöruinnflutningur um þriðjungi minni en í fyrra og munar þar mestu um
skipainnflutning, en það sem af er árinu er hann aðeins fimmtungur þess sem
hann var í fyrra á sama tíma. Almennur vöruinnflutningur er 14—15% minni á
föstu gengi en í fyrra, en þar af hefur olíuinnflutningur dregist saman um röskan