Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Blaðsíða 70
Búskapur hins opinbera
Ríkisfjármál.
Framvinda A-hluta ríkisfjármálanna á árinu 1982 var fremur hagstæð þegar á
heildina er litið. Samkvæmt áætlunum fyrir árið 1982 hefur orðið rekstraraf-
gangur þriðja árið í röð. Jafnframt hefur greiðsluafkoman orðið hagstæð fjórða
árið í röð. Verulegum hluta af greiðsluafgangi ríkissjóðs hefur verið varið til þess
að bæta stöðu ríkissjóðs við Seðlabankann, enda hafa skuldir ríkissjóðs við
Seðlabanka farið lækkandi á undanförnum fjórum árum.
Undanfarin ár hafa tekjur og gjöld ríkisins sem hlutfall af þjóðarframleiðslu
farið vaxandi. Árin 1979-1981 lét nærri, að hlutfall tekna af þjóðarframleiðslu
væri um 30%, samanborið við um 27% næstu árin þar á undan. Hlutfall
heildarútgjalda ríkisins af þjóðarframleiðslu hefur verið sveiflukenndara.
Þannig var meðaltal áranna 1979-1981 rétt rúmlega 29%, eða heldur hærra en
nokkur næstu ár á undan, þegar hlutfallið var að meðaltali um 28%. Þótt þessar
tölur bendi þannig til vaxandi umsvifa ríkisins í þjóðarbúskapnum á allra síðustu
árum, ber einnig að hafa í huga, að á þessum árum hefur aukning þjóðarfram-
leiðslu heldur slaknað samanborið við fyrri ár. Engu að síður sýnir A-hluti
ríkisreiknings samkvæmt gildandi uppgjörsvenjum vaxandi ríkisumsvif að und-
anförnu.
A-hlutinn sýnir aðeins hluta ríkisumsvifanna, en þau eru í reynd töluvert meiri
en þar kemur fram. Einkum skortir á, að lántökur ríkissjóðs komi fram í
núverandi uppgjöri. Ríkisbókhaldið hefur hins vegar gert upp ríkisfjármálin hér
á landi árin 1972 til 1981 eftir samræmdri uppgjörsaðferð Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins. Helstu breytingar miðað við núverandi uppgjör ríkisreiknings eru þær,
að skiptingu í A-hluta og B-hluta er breytt og tekin upp skipting á opinbera
stjórnaraðila, ríkisfyrirtæki og opinberar peningastofnanir. Reikningar
allmargra B-hluta stofnana eru færðir með núverandi A-hluta, en aðrir annað
hvort með ríkisfyrirtækjum eða fjárfestingarlánasjóðum. Þá færist öll endurlána-
starfsemi ríkissjóðs í A-hluta ólíkt því sem nú er. Ennfremur er þetta uppgjör á
greiðslugrunni, þ. e. miðað við þær tekjur og þau gjöld, sem greidd eru hvert ár.
Þetta uppgjör gefur þannig á margan hátt betra yfirlit yfir ríkisfjármálin en nú
fæst, auk þess sem það gefur færi á samanburði við ríkisfjármál annarra þjóða. í
hinu nýja uppgjöri verða bæði tekjur og gjöld hærri en í núverandi uppgjöri og
fyrir árin 1972-1981 er munurinn að meðaltali rúmlega 2% í útgjöldum, en
tæplega 4% í tekjum. Samkvæmt hinu nýja uppgjöri hafa ríkisumsvifin í víðari
skilningi að vísu aukist á síðustu árum, en þó heldur minna á þennan mælikvarða
en samkvæmt hinu hefðbundna ríkisreikningsuppgjöri og á það einkum við um
tekjur.