Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Blaðsíða 99
97
fjármagnaður með sérstöku 4% útflutningsgjaldi af sjávarafurðaframleiðslu
ársins 1983 og að niðurgreiðslan næmi 35% af olíuverði og loks að fiskvinnslunni
yrði bætt kostnaðaráhrif fiskverðshækkunar og þessara aðgerða.
1983.
Janúar.
Almennt fiskverð hækkaði um 14% frá áramótum samkvæmt ákvörðun
yfirnefndar Verðlagsráðs sjávarútvegsins frá 31. desember 1982. Forsendur
ákvörðunarinnar voru m. a., að olíugjald yrði framlengt óbreytt árið 1983, að
Olíusjóður fiskiskipa, sem fjármagnaður yrði með sérstöku 4% útflutningsgjaldi
af sjávarafurðum, yrði rekinn í því skyni að greiða niður olíuverð um 35%, og að
ráðstafanir yrðu gerðar til að bæta fiskvinnslunni kostnaðaráhrif þessara
aðgerða. Með hliðsjón af stöðu mála eftir þessa fiskverðsákvörðun tilkynnti
ríkisstjórnin, að hún gæti fyrir sitt leyti samþykkt, að gengi krónunnar væri
lækkað um u. þ. b. 9 af hundraði.
Vegna óvissu í gengismálum ákvað Seðlabankinn að fella gengisskráningu
niður frá opnun banka að morgni 4. janúar. Gengisskráning var tekin upp að
nýju frá 5. janúar, og var meðalgengi krónunnar þá 9% lægra en það var síðast
skráð 31. desember 1982. Gengisbreytingin leiddi af sér 9,9% meðalhækkun á
verði erlends gjaldeyris.
Með reglugerð nr. 2/1983 voru þorskveiðar skuttogara á árinu 1983 bannaðar
sem hér segir:
(a) í 30 daga samtals á tímabilinu janúar til apríl 1982 og þar af skal hvert skip
láta af þorskveiðum í að minnsta kosti 10 daga á tímabilinu janúar til febrúar
1983.
(b) 145 daga samtals á tímabilinu maí til ágúst 1983 og þar af skal hvert skip láta
af þorskveiðum í að minnsta kosti 25 daga á tímabilinu júlí til ágúst 1983.
(c) í 35 daga samtals á tímabilinu september til desember 1983.
Febrúar.
Framfærsluvísitalan í febrúarbyrjun reyndist 242 stig og nam hækkunin 15,15% á
tímabilinu nóvember 1982 til febrúar 1983.
Alþingi samþykkti lög um Olíusjóð fiskiskipa, olíugjald o. fl. (nr. 1/1983).
Samkvæmt lögum þessum skal reka Olíusjóð fiskiskipa í þeim tilgangi að greiða
niður verð á gas- og svartolíu til íslenskra fiskiskipa á árinu 1983. Kveða lögin á
um, að auk almenns útflutningsgjalds skuli innheimta sérstakt 4% útflutnings-
gjald af sjávarafurðum og renni gjaldið í Olíusjóð fiskiskipa. Jafnframt er
Olíusjóði heimilað að taka lán að fjárhæð allt að 100 milljónum króna til að
7