Þjóðarbúskapurinn

Tölublað

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Blaðsíða 23

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Blaðsíða 23
21 Verðlagsráði sjávarútvegsins (þar af koma þó 4% til skipta hjá bátaflotanum). Þá var 7% olíugjald til útgerðar utan skipta einnig afnumið. Af því sem hér hefur verið rakið er ljóst, að afkoma útgerðar hefur verið léleg á undanförnum árum. Að hluta til má rekja rekstrarvanda útgerðar um þessar mundir beinlínis til minni afla og má þar nefna til dæmis hrun loðnuveiðanna og stórfellda minnkun þorskafla. Þetta ástand kann að vera tímabundið, að minnsta kosti hvað loðnuveiðar áhrærir, þar sem þess er vænst, að þær hefjist að nýju jafnvel síðar á þessu ári, þótt það verði í minna mæli en þegar best lét. Ennfremur virðast allgóðar horfur um afla annarra tegunda en þorsks og loðnu næstu ár. Á hinn bóginn er rétt að benda á, að einn þáttur — og án efa vaxandi þáttur — í rekstrarvanda útgerðar á undanförnum árum er fólginn í því, að fiskiskipastóllinn hefur stækkað meira en numið hefur afrakstursgetu fiskstofnanna. Eins og nú horfir virðist einsýnt, að hér sé um varanlegt vandamál að ræða. Við þessum vanda verður ekki snúist að gagni nema með víðtækari aðgerðum en hingað til hefur verið beitt. Hagur botnfiskvinnslunnar í heild hefur að líkindum orðið nokkru lakari árið 1982 en árið 1981, ef til vill sem svarar 2-2,5% af tekjum. Mjög skiptir þó í tvö horn eftir vinnslugreinum, að því er varðar breytingar á afkomu þessara greina frá fyrra ári og á það einkum við um frystingu og söltun. Þannig benda áætlanir til þess, að hagur frystingar hafi orðið mun betri árið 1982 en undanfarin ár, þrátt fyrir nokkra verðlækkun afurða í dollurum. Skýringanna er einkum að leita í meiri hækkun á verði erlends gjaldeyris en sem nam kostnaðarhækkunum innanlands. Þannig hækkaði verð á dollar í íslenskum krónum talið um tæp 73% frá ársmeðaltali 1981 til 1982, en almennt fiskverð mun minna, eða nálægt 54% og launakostnaður jókst um 49%. Árið 1982 versnaði hagur söltunar, en mikill uppgangur hafði verið í þessari grein næstu tvö árin þar á undan. Versnandi afkomu árið 1982 má rekja til lækkandi markaðsverðs á saltfiski í dollurum í helstu markaðslöndum okkar í Suður-Evrópu. Þær vísbendingar, sem fyrir liggja um afkomu fiskvinnslunnar árið 1983, benda ótvírætt til þess, að munur á afkomu frystingar og söltunar hafi enn ágerst á árinu. Líklegt má telja, að um þessar mundir sé rekstrarstaða frystingar betri en verið hefur um langt skeið. Aftur á móti er staða söltunar með lakasta móti og veldur þar allt í senn; lækkandi afurðaverð, samdráttur í framleiðslu og vandræði vegna selorma í hráefninu. Nú er talið, að ef ekki nyti greiðslna úr Verðjöfnunarsjóði næmi tap á saltfiskverkun 8-10% af tekjum. Sem fyrr segir stafar þessi hallarekstur að miklu leyti af verulegu verðfalli á saltfiskmörkuðum að undanförnu. Þannig er áætlað, að meðalverð (fob) í dollurum fyrir tonn af óverkuðum saltfiski hafi lækkað um 18% á árinu 1982 frá meðaltali 1981, en það ár var verðið í hámarki. Nú er hins vegar talið, að verðið á þessu ári muni enn lækka um 10%. Saltfiskverð er því orðið um fjórðungi lægra í dollurum en á árinu 1981, en dollarverð á freðfiski er hins vegar svipað nú og það var árið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Þjóðarbúskapurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.