Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Blaðsíða 25
23
freðfiskframleiðslan aukist um rösklega 10% og líkur benda til þess að
saltfiskframleiðslan muni dragast verulega saman á þessu ári.
Iðnaður.
Álframleiðslan 1982 varð um 75 þúsund tonn, eða tæplega 2% meiri en árið
áður. Framleiðslan í tonnum talin varð meiri á árinu en nokkru sinni fyrr. Aftur
á móti var verðmæti framleiðslunnar í dollurum um 18% minna en árið áður
vegna mikillar verðlækkunar og sölutregðu á áli á heimsmarkaði. Útflutningur
dróst saman og nam aðeins rúmlega 61 þúsund tonni. Þetta leiddi til birgðasöfn-
unar og í lok ársins voru birgðir í landinu orðnar um 34 þúsund tonn, eða sem
nam tæplega hálfs árs framleiðslu. Árið 1983 er ráðgert, að framleiðslan aukist
um 3—4% og verði 78 þúsund tonn. Gert er ráð fyrir um 30% verðhækkun í
dollurum að meðaltali á árinu, en álmarkaðurinn hefur styrkst að mun
undanfarna mánuði. Útflutningur á áli hefur verið mjög mikill það sem af er
árinu og hefur verulega gengið á þær birgðir, sem til voru í landinu um síðastliðin
áramót.
Framleiðsla kísiljárns árið 1982 varð um 41 þúsund tonn, eða rösklega 20%
meiri en árið áður. Útflutningur varð heldur meiri, eða liðlega 42 þúsund tonn
og gekk því nokkuð á birgðir, en í lok ársins voru þær rúmlega 6 þúsund tonn.
Ráðgert er, að framleiðslan árið 1983 verði fimmtungi meiri en í fyrra, eða 51
þúsund tonn. Spáð er talsverðri verðhækkun í norskum krónum, en verð á
kísiljárni hefur verið lágt undanfarin ár og lækkaði mjög síðastliðið ár.
Kísilgúrframleiðslan 1982 varð rúmlega 24 þúsund tonn og hafði þá aukist um
19% miðað við fyrra ár. Mest hefur framleiðslan orðið tæplega 25 þúsund tonn
árið 1974. Útflutningur varð nokkru meiri en framleiðslan eða um 25 þúsund
tonn og voru birgðir í árslok með minnsta móti, eða um 1 200 tonn. Verð á
kísilgúr reiknað í dollurum lækkaði um nálægt 7% milli áranna 1981 og 1982, en
spáð er nokkurri verðhækkun árið 1983. Reiknað er með svipuðu framleiðslu-
magni í ár og á síðasta ári.
Útflutningur annarrar iðnaðarvöru en að framan er getið dróst saman um
nálægt 10% á liðnu ári. Munar þar mestu, að útflutningur skinnavöru varð
þriðjungi minni en árið áður og einnig dró úr útflutningi ullarvöru. Aftur á móti
er spáð talsverðri aukningu í útflutningi þessara vara árið 1983. Jafnframt er
búist við, að flutt verði út 20-25% meira af lagmeti í ár en í fyrra, en þá jókst
þessi útflutningur um þriðjung. Að öllu samanlögðu er gert ráð fyrir, að
útflutningur iðnaðarvöru annarrar en áls, kísiljárns og kísilgúrs aukist um 12-
13%.
Hér að framan hefur aðeins verið fjallað um útflutningsgreinar iðnaðar. Um
aðrar greinar iðnaðar má nefna, að framleiðsla áburðar minnkaði nokkuð árið
1982 frá fyrra ári, eða um rösk 4% og varð um 40 þúsund tonn. Sala á sementi
jókst aftur á móti um tæp 4% og varð um 124 þúsund tonn. Ekki liggja fyrir
tölur um framleiðslubreytingar í öðrum iðngreinum á árinu 1982 og verður í