Þjóðarbúskapurinn

Tölublað

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Blaðsíða 25

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Blaðsíða 25
23 freðfiskframleiðslan aukist um rösklega 10% og líkur benda til þess að saltfiskframleiðslan muni dragast verulega saman á þessu ári. Iðnaður. Álframleiðslan 1982 varð um 75 þúsund tonn, eða tæplega 2% meiri en árið áður. Framleiðslan í tonnum talin varð meiri á árinu en nokkru sinni fyrr. Aftur á móti var verðmæti framleiðslunnar í dollurum um 18% minna en árið áður vegna mikillar verðlækkunar og sölutregðu á áli á heimsmarkaði. Útflutningur dróst saman og nam aðeins rúmlega 61 þúsund tonni. Þetta leiddi til birgðasöfn- unar og í lok ársins voru birgðir í landinu orðnar um 34 þúsund tonn, eða sem nam tæplega hálfs árs framleiðslu. Árið 1983 er ráðgert, að framleiðslan aukist um 3—4% og verði 78 þúsund tonn. Gert er ráð fyrir um 30% verðhækkun í dollurum að meðaltali á árinu, en álmarkaðurinn hefur styrkst að mun undanfarna mánuði. Útflutningur á áli hefur verið mjög mikill það sem af er árinu og hefur verulega gengið á þær birgðir, sem til voru í landinu um síðastliðin áramót. Framleiðsla kísiljárns árið 1982 varð um 41 þúsund tonn, eða rösklega 20% meiri en árið áður. Útflutningur varð heldur meiri, eða liðlega 42 þúsund tonn og gekk því nokkuð á birgðir, en í lok ársins voru þær rúmlega 6 þúsund tonn. Ráðgert er, að framleiðslan árið 1983 verði fimmtungi meiri en í fyrra, eða 51 þúsund tonn. Spáð er talsverðri verðhækkun í norskum krónum, en verð á kísiljárni hefur verið lágt undanfarin ár og lækkaði mjög síðastliðið ár. Kísilgúrframleiðslan 1982 varð rúmlega 24 þúsund tonn og hafði þá aukist um 19% miðað við fyrra ár. Mest hefur framleiðslan orðið tæplega 25 þúsund tonn árið 1974. Útflutningur varð nokkru meiri en framleiðslan eða um 25 þúsund tonn og voru birgðir í árslok með minnsta móti, eða um 1 200 tonn. Verð á kísilgúr reiknað í dollurum lækkaði um nálægt 7% milli áranna 1981 og 1982, en spáð er nokkurri verðhækkun árið 1983. Reiknað er með svipuðu framleiðslu- magni í ár og á síðasta ári. Útflutningur annarrar iðnaðarvöru en að framan er getið dróst saman um nálægt 10% á liðnu ári. Munar þar mestu, að útflutningur skinnavöru varð þriðjungi minni en árið áður og einnig dró úr útflutningi ullarvöru. Aftur á móti er spáð talsverðri aukningu í útflutningi þessara vara árið 1983. Jafnframt er búist við, að flutt verði út 20-25% meira af lagmeti í ár en í fyrra, en þá jókst þessi útflutningur um þriðjung. Að öllu samanlögðu er gert ráð fyrir, að útflutningur iðnaðarvöru annarrar en áls, kísiljárns og kísilgúrs aukist um 12- 13%. Hér að framan hefur aðeins verið fjallað um útflutningsgreinar iðnaðar. Um aðrar greinar iðnaðar má nefna, að framleiðsla áburðar minnkaði nokkuð árið 1982 frá fyrra ári, eða um rösk 4% og varð um 40 þúsund tonn. Sala á sementi jókst aftur á móti um tæp 4% og varð um 124 þúsund tonn. Ekki liggja fyrir tölur um framleiðslubreytingar í öðrum iðngreinum á árinu 1982 og verður í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Þjóðarbúskapurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.