Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Blaðsíða 49
47
verslunar-, skrifstofu-, gistihúsum o. fl. jókst að raungildi um nær fjórðung, en
spáð hafði verið 10% samdrætti. Mikill vöxtur hefur verið undanfarin ár í
þessum lið og nam aukningin 1981 um 15%. Þá var spáð 5% samdrætti í
fjárfestingum í landbúnaði, en reyndin varð aukning um svipað hlutfall. Einnig
jukust kaup á ýmsum vélum og tækjum verulega. Þá var spáð 14% aukningu
fjárfestingar í fiskveiðum, en í reynd minnkaði þessi fjárfesting hins vegar um
12%, einkum vegna tafa á afhendingu nýrra skipa, auk þess sem bann við
innflutningi fiskiskipa, sem sett var í ágúst 1982, kann að hafa haft nokkur áhrif.
Samkvæmt bráðabirgðatölum úr byggingarskýrslum ársins 1982 jókst smíði
íbúðarhúsa um 4% og var það fyrsta árið frá því 1977, að aukning varð í
íbúðabyggingum. íbúðabyggingar drógust saman ár frá ári tímabilið 1979-1981
og síðasttalda árið voru þær 15% minni en árið 1977 og 1978. Árið 1982 var hafin
smíði á 1 814 íbúðum samanborið við 1 648 árið áður og nær fimmtungs aukning
varð á fullgerðum íbúðum.
Opinberar framkvæmdir eru taldar hafa dregist saman um 7,1% árið 1982,
eða svipað og spáð var. Mikill samdráttur, eða 43%, varð á hitaveitufram-
kvæmdum, eftir 8% samdrátt árið áður, enda var þá lokið stórum veitukerfum
og raforkuframkvæmdir urðu 7% minni en árið áður.
Spár um fjármunamyndun á þessu ári eru næsta óvissar eins og raunar gildir
Tafla 18. Fjármunamyndun 1981-1983.
Milljónir króna á verðlagi hvers árs Magnbreytingar frá fyrra ári, %*)
1981 Áætlun 1982 Spá 1983 1981 Áætlun 1982 Spá 1983
Fjármunamyndun alls . .. 5 549 8 378 13 575 2,1 -3,6 -10,0
I. Atvinnuvegir ... 2 352 3 559 5 888 5,7 -3,5 -10,8
1. Landbúnaður ... 235 390 673 -1,3 5,1 -5,0
2. Fiskveiðar ... 376 518 836 18,0 -11,7 -12,5
3. Vinnsla sjávarafurða ... 215 339 555 2,1 0,7 -10,0
4. Álverksmiðja ... 155 37 15 36,4 -84,8 -78,4
5. Járnblendiverksmiðja 20 5 9 -80,0 -85,7 0,0
6. Annar iðnaður (en 3.-5.) ... 373 670 1 230 4,1 13,4 -0,6
7. Flutningatæki ... 470 593 900 10,2 -18,6 -22,4
8. Verslunar-, skrifstofu-, gistihús o. fl. .. ... 268 523 820 14,2 24,9 -10,0
9. Ýmsarvélar ogtæki . .. 240 484 850 7,8 28,5 -10,0
II. íbúðarhús . . . 1 008 1 638 2 781 -10,5 4,1 -3,0
III. Byggingar og mannvirki hins opinbera ... ... 2 189 3 181 4 906 4,9 -7,1 -12,7
1. Rafvirkjanir og rafveitur ... 810 1 178 1 750 7,5 -7,0 -15,1
2. Hita- og vatnsveitur ... 370 330 480 -8,2 -42,9 -17,0
Þar af hitaveitur ... 325 260 370 -8,9 -48,8 -18,8
3. Samgöngumannvirki .. . 639 1 073 1 776 5,7 6,8 -7,7
4. Byggingar hins opinbera ... 370 600 900 13,5 4,1 -14,3
1) Magnbreytingar 1981 og 1982 eru miðaðar við fast verðlag ársins 1981, en magnbreytingar 1983 eru miðaðar við
verðlag ársins 1982.