Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Blaðsíða 96
94
um 4% og skal hið nýja verð gilda frá 15. september til 30. nóvember 1982.
Samhliða bráðabirgðalögunum gaf ríkisstjórnin útgerðarmönnum fyrirheit um
endurgreiðslu á hluta vaxtagreiðslna á lánum Fiskveiðasjóðs á tímabilinu 1.
október 1982 til jafnlengdar 1983 samtals að fjárhæð 100 milljónir króna. Loks
var útgerðarmönnum heitið því, að hluta af lausaskuldum útgerðarinnar og
vanskilum verði breytt í langtímalán.
Hinn 24. september var undirritaður nýr kjarasamningur Sambands íslenskra
bankamanna og bankanna. í samningnum er kveðið á um 4% hækkun
grunnkaups frá 1. júní og 2,7% grunnkaupshækkun frá 1. janúar 1983.
Jafnframt var samið um starfsaldurshækkanir og tilfærslu um eitt launaþrep fyrir
efstu þrjá launaflokkana. Þá var samið um lengingu orlofs, þannig að
laugardagar teljast ekki lengur virkir dagar við talningu orlofsdaga.
Október.
Hinn 1. október voru sérstakar verðbætur af verðtryggðum innlánsreikningum
hækkaðar úr 3 í 3,75%. Á heilu ári jafngilda sérstakar verðbætur þá 55,5% í stað
42,6% eins og verið hefur. Sama dag voru vextir af innlendum gjaldeyrisreikn-
ingum lækkaðir um 1—2%.
Samningar tókust í kjaradeilu undirmanna á farskipum og skipafélaganna. Er
samningurinn í stærstu dráttum í samræmi við samning ASI og VSI frá því í júní,
en þó er áætlað að heildarhækkun á samningstímabilinu muni verða nokkru
meiri en í samningi ASÍ, eða um 11%.
Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 1983 var lagt fram á Alþingi.
Þjóðhagsáætlun fyrir árið 1983 var lögð fram á Alþingi.
Hinn 27. október tókust samningar milli fjármálaráðherra og BHM um
breytingu á aðal- og sérkjarasamningum, sem í megindráttum var hliðstæð
breytingu á samningum BSRB í september.
Nóvember.
Hinn 1. nóvember hækkuðu vextir af óverðtryggðum innlánum um 8% og af
útlánum um 6—7%. Vanskilavextir hækkuðu úr 4% í 5% á mánuði, upp í 60% á
heilu ári. Vaxtakjörum endurkeyptra afurða- og rekstrarlána, sem lögum
samkvæmt eru háð sérstöku samþykki ríkisstjórnarinnar, var ekki breytt að
sinni, enda hafði ríkisstjórnin frestað að taka fullnaðarafstöðu til málsins.
Vaxtabreytingarnar, sem gildi tóku hinn 1. nóvember, koma fram í eftirfarandi
yfirliti: