Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Blaðsíða 103
101
útgerðarmanni eða útgerðarfyrirtæki sérstakan kostnaðarhlut útgerðar, er nemi
29% miðað við fiskverð eins og það er ákveðið af Verðlagsráði sjávarútvegsins.
Þessi sérstaki kostnaðarhlutur kemur ekki til hlutaskipta eða aflaverðlauna. Þó
skulu 4% af þessum kostnaðarhlut koma til hlutaskipta og aflaverðlauna á
fiskiskipum, sem eru 240 brúttórúmlestir eða minni.
Þegar fiskiskip selur afla í erlendri höfn, skal auk frádráttartölu kjarasamn-
inga og stofnfjársjóðsgjalds draga 9% sem sérstakan kostnaðarhlut útgerðar frá
heildarsöluverðmæti við ákvörðun aflaverðlauna, aukaaflaverðlauna og hlutar
samkvæmt kjarasamningum.
Þegar skilað er til banka gjaldeyri fyrir útfluttar sjávarafurðir, sem fram-
leiddar eru fyrir 1. júní 1983, skal hann greiddur útflytjanda á því kaupgengi,
sem í gildi er að frádregnum 10% gengismun. Gengismunur skal færður á
sérstakan reikning í Seðlabankanum og skal því fé, sem á reikninginn kemur,
ráðstafað af ríkisstjórninni í þágu sjávarútvegsins og sjóða hans.
Loks kveða bráðabirgðalögin á um, að lög nr. 1/1983 um Olíusjóð fiskiskipa
og olíugjald o. fl. falli úr gildi.
(4) Bráðabirgðalög um fjármálaráðstafanir til verndar lífskjörum.
Kveða lögin á um, að persónuafsláttur skuli hækkaður um 1400 krónur á hvern
mann og að barnabætur fyrir börn yngri en 7 ára við lok tekjuársins hækki um
3000 krónur fyrir hvert barn.
Bætur lífeyristrygginga skulu hækka um 8% hinn 1. júní 1983 og um 4% hinn
1. október 1983. Hinn 1. júní 1983 skal þó tekjutrygging og heimilisuppbót
hækka um 5% umfram þær hækkanir, sem þegar hafa verið greindar.
Ennfremur skulu mæðralaun hækka umfram kaupgjaldshækkanir, þannig að
mæðralaun með einu barni hækka um 100% en með tveimur börnum og fleiri
um 30%.
Ríkisstjórninni er heimilað að verja allt að 150 milljónum króna umfram
fjárveitingar á fjárlögum 1983 til jöfnunar og lækkunar hitunarkostnaðar
íbúðarhúsnæðis á því ári.
Á árinu 1983 er fjármálaráðherra heimilað að lækka ríkisútgjöld frá því sem
ákveðið er í fjárlögum 1983 um allt að 300 milljónum króna.
(5) Bráðabirgðalög um heimild til að fresta greiðslum vegna verðtryggðra
íbúðarlána.
Bráðabirgðalögin kveða á um, að ríkisstjórnin geti að fengnum tillögum hús-
næðismálastjórnar og Seðlabanka íslands ákveðið að fresta greiðslu á allt að
25% af samanlagðri fjárhæð afborgana, verðtryggingarþátta og vaxta verð-
tryggðra lána Byggingarsjóðs ríkisins og Byggingarsjóðs verkamanna og verð-
tryggðra íbúðarlána banka og annarra lánastofnana, er gjaldfalli á tilteknu
tímabili, ef lántaki óskar. Skal þeim greiðslum, sem frestað er, bætt við
höfuðstól lánsins og lánstíminn lengdur eftir þörfum.