Þjóðarbúskapurinn

Útgáva

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Síða 103

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Síða 103
101 útgerðarmanni eða útgerðarfyrirtæki sérstakan kostnaðarhlut útgerðar, er nemi 29% miðað við fiskverð eins og það er ákveðið af Verðlagsráði sjávarútvegsins. Þessi sérstaki kostnaðarhlutur kemur ekki til hlutaskipta eða aflaverðlauna. Þó skulu 4% af þessum kostnaðarhlut koma til hlutaskipta og aflaverðlauna á fiskiskipum, sem eru 240 brúttórúmlestir eða minni. Þegar fiskiskip selur afla í erlendri höfn, skal auk frádráttartölu kjarasamn- inga og stofnfjársjóðsgjalds draga 9% sem sérstakan kostnaðarhlut útgerðar frá heildarsöluverðmæti við ákvörðun aflaverðlauna, aukaaflaverðlauna og hlutar samkvæmt kjarasamningum. Þegar skilað er til banka gjaldeyri fyrir útfluttar sjávarafurðir, sem fram- leiddar eru fyrir 1. júní 1983, skal hann greiddur útflytjanda á því kaupgengi, sem í gildi er að frádregnum 10% gengismun. Gengismunur skal færður á sérstakan reikning í Seðlabankanum og skal því fé, sem á reikninginn kemur, ráðstafað af ríkisstjórninni í þágu sjávarútvegsins og sjóða hans. Loks kveða bráðabirgðalögin á um, að lög nr. 1/1983 um Olíusjóð fiskiskipa og olíugjald o. fl. falli úr gildi. (4) Bráðabirgðalög um fjármálaráðstafanir til verndar lífskjörum. Kveða lögin á um, að persónuafsláttur skuli hækkaður um 1400 krónur á hvern mann og að barnabætur fyrir börn yngri en 7 ára við lok tekjuársins hækki um 3000 krónur fyrir hvert barn. Bætur lífeyristrygginga skulu hækka um 8% hinn 1. júní 1983 og um 4% hinn 1. október 1983. Hinn 1. júní 1983 skal þó tekjutrygging og heimilisuppbót hækka um 5% umfram þær hækkanir, sem þegar hafa verið greindar. Ennfremur skulu mæðralaun hækka umfram kaupgjaldshækkanir, þannig að mæðralaun með einu barni hækka um 100% en með tveimur börnum og fleiri um 30%. Ríkisstjórninni er heimilað að verja allt að 150 milljónum króna umfram fjárveitingar á fjárlögum 1983 til jöfnunar og lækkunar hitunarkostnaðar íbúðarhúsnæðis á því ári. Á árinu 1983 er fjármálaráðherra heimilað að lækka ríkisútgjöld frá því sem ákveðið er í fjárlögum 1983 um allt að 300 milljónum króna. (5) Bráðabirgðalög um heimild til að fresta greiðslum vegna verðtryggðra íbúðarlána. Bráðabirgðalögin kveða á um, að ríkisstjórnin geti að fengnum tillögum hús- næðismálastjórnar og Seðlabanka íslands ákveðið að fresta greiðslu á allt að 25% af samanlagðri fjárhæð afborgana, verðtryggingarþátta og vaxta verð- tryggðra lána Byggingarsjóðs ríkisins og Byggingarsjóðs verkamanna og verð- tryggðra íbúðarlána banka og annarra lánastofnana, er gjaldfalli á tilteknu tímabili, ef lántaki óskar. Skal þeim greiðslum, sem frestað er, bætt við höfuðstól lánsins og lánstíminn lengdur eftir þörfum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Þjóðarbúskapurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.