Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Blaðsíða 28
26
Tafla 8. Magnvísitala landbúnaðarframleiðslu 1975—1982.
1975=100.
1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982
Mjólkurafurðir....................................... 100 105 108 105 96 91 93
Kindakjöt ........................................... 103 97 104 100 95 95 92
Landbúnaðarafurðir alls.............................. 101 103 109 108 101 101 101
Breytingar frá fyrra ári, %.......................... 0,7 2,2 5,6 -0,6 -6,1 0,0 -0,6
Landbúnaðarframleiðslan alls ........................ 101 104 109 102 103 100 100
Breytingar frá fyrra ári, %.......................... 0,9 3,5 4,2 -6,3 1,6 -4,6 -0,1
árið áður. Bústofn var einnig svipaður, því að á móti fækkun sauðfjár kom
fjölgun nautgripa. Að meðtöldum bústofnsbreytingum er niðurstaðan því sú, að
landbúnaðarframleiðslan í heild hafi orðið sú sama árið 1982 og árið áður.
Framkvæmdir jukust nokkuð í fyrra og er fjárfesting talin hafa vaxið um 5% í
heild, en heildarfjármagn í landbúnaði á afskrifuðu endurkaupsverði jókst um
1%.
Árið 1982 gekk erfiðlega að koma allri búvöruframleiðslunni í verð, þótt
innanlandssala gengi vel. Markaður fyrir kindakjöt erlendis þrengdist verulega
og lokaðist að heita má í Noregi. Útflutningsverð var ennfremur lágt og ekki
fékkst nema 15%—25% innlends heildsöluverðs fyrir mjólkurafurðir og 30-40%
fyrir sauðfjárafurðir. Ullar- og skinnaiðnaðurinn átti einnig í talsverðum
erfiðleikum á síðasta ári.
Nokkrar breytingar urðu í sölu innanlands eftir vörutegundum. Sala á
nýmjólk minnkaði, sérstaklega á undanrennu, en sala léttmjólkur jókst og í
heild var mjólkurneyslan heldur meiri en árið áður. Ennfremur jókst sala á skyri
og rjóma. Smjörsala dróst lítilsháttar saman á síðasta ári, en sala á smjörva gerði
meira en vega þar upp á móti, þannig að í heild jókst smjör- og smjörvasala um
tæplega fjórðung frá 1981 og smjörbirgðir í árslok því í lágmarki. Sala osta
innanlands jókst um 10% í fyrra þrátt fyrir að framleiðsla minnkaði, og gekk því
talsvert á birgðir. Útflutningur dróst hins vegar verulega saman þriðja árið í röð,
eða um 22%, og var aðeins um þriðjungur þess sem flutt var út árið 1979.
Innanlandssala kindakjöts jókst um 5V2%, en hins vegar minnkaði útflutningur
um þriðjung og birgðir jukust því nokkuð.
Fyrri helming þessa árs var innvegin mjólk hjá mjólkursamlögunum rúmlega
2% meiri en á sama tíma í fyrra. Á sama tíma jókst mjólkursalan í heild um
rúmlega 1%. Smjörsala dróst verulega saman fyrstu sex mánuði þessa árs, eða
um 16% miðað við sama tíma í fyrra. Á móti vó hins vegar veruleg aukning í
smjörvasölu, um 46% frá síðasta ári, og hefur hlutur smjörva því aukist verulega
frá fyrra ári og nemur nú um 30% af heildarsölu á smjöri og smjörva,
samanborið við tæp 20% á sama tíma í fyrra. Sala á osti jókst um tæplega 9%
fyrri helming þessa árs, en framleiðslan minnkaði um 18%. Gekk því verulega á
birgðir og voru þær um fimmtungi minni í júnílok á þessu ári en á sama tíma í