Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Blaðsíða 5
Formáli
Með þessu 7. hefti er ritröðinni um þjóðarbúskapinn fram haldið eftir nokkurra
ára hlé, en 6. hefti Þjóðarbúskaparins kom út í október 1977. Því fer þó fjarri, að
þessi útgáfustarfsemi Þjóðhagsstofnunar hafi legið niðri þau ár, sem síðan eru
liðin. Þvert á móti hefur birting almenns efnis um efnahagsmál farið vaxandi, en
ýmis atvik hafa ráðið því, að yfirlitsskýrslur af því tæi, sem hér birtist, hafa ekki
komið út á þessu tímabili. Ástæða er því til þess að fylgja þessu hefti úr hlaði
með nokkrum orðum um breytingar, sem orðið hafa að undanförnu eða
fyrirhugaðar eru á næstunni, á útgáfustarfsemi stofnunarinnar.
Ritröðin um þjóðarbúskapinn hófst undir því heiti með útgáfu í júlí 1972. Á
næstu árum var sú útgáfustefna tekin, að freista þess að gefa út undir heitinu
Þjóðarbúskapurinn einu sinni á ári, eða annað hvert ár, allítarlega prentaða
skýrslu um þjóðarhag á næstliðnu ári eða árum, þegar sæmilega traustar
heimildir lægju fyrir, og lýsa jafnframt framvindu á líðandi ári. I þessum
skýrslum birtust einnig annálar helstu atburða á sviði efnahagsmála og
töfluviðauki með tölum um helstu hagstærðir fimm til tíu ár aftur í tímann.
Jafnframt þessum prentuðu yfirlitsskýrslum gaf Þjóðhagsstofnun síðan út
fjölrit undir heitinu Úr þjóðarbúskapnum til þess að koma á framfæri, þegár
ástæða þótti til, efni um þjóðarbúskapinn með skjótari og einfaldari hætti en
með útgáfu ítarlegrar, prentaðrar yfirlitsskýrslu. Fyrsta fjölrit Þjóðhagsstofnun-
ar, Úr þjóðarbúskapnum, kom út í nóvember 1974 en hið 13. í mars 1982. Þessi
rit komu yfirleitt út einu sinni eða tvisvar á ári.
Á árunum eftir 1977 skipuðust útgáfumálin þannig, að útgáfan Úr þjóðarbú-
skapnum varð helsti farvegur almenns efnis um efnahagsmál frá Þjóðhagsstofn-
un, en útgáfa lengri yfirlitsskýrslna lá niðri. Þessi breyting varð fyrst og fremst
vegna breyttra aðstæðna í starfi stofnunarinnar en að nokkru leyti einnig vegna
breytinga á útgáfutækni, meðal annars aukinnar notkunar ljósprentunar. Smám
saman óx umfang ritsins Úr þjóðarbúskapnum verulega og síðustu árin var lítill
munur orðinn á því og Þjóðarbúskapnum á árunum 1974-1977, að öðru leyti en
því, að hvorki fylgdi annáll efnahagsmála né töfluviðauki með talnaröðum um
þróun efnahagsmála yfir langt árabil.
Stofnunin gaf síðan sérstaklega út í september 1982 annál efnahagsmála árin
1977-1981 og hefur auk þess hafið sérstaka útgáfu á þjóðhagsreikningaefni í
þjóðhagsreikningaskýrslum, en tvær slíkar hafa verið gefnar út til þessa,
Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978 í október 1982 og Búskapur
hins opinbera 1945-1980 í janúar 1983. Þá heldur stofnunin áfram útgáfu