Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Blaðsíða 94
92
(a) Draga skal sérstaklega 2,9% frá þeirri verðbótahækkun launa, er skal eiga
sér stað 1. september 1982.
(b) Fella skal niður helming þeirra verðbótahækkunar launa sem ella hefði
orðið 1. desember 1982 skv. ákvæðum laga nr. 13/1979. Þetta ákvæði tekur
einnig til launa í verðlagsgrundvelli landbúnaðarins og í vinnslu- og
dreifingarkostnaði búvöru.
(c) Við fyrstu fiskverðsákvörðun eftir 1. september 1982 skal þess gætt að
meðalhækkun fiskverðs verði ekki meiri en nemur hækkun verðbóta á laun
eftir 1. september til þess tíma er fiskverðsákvörðunin tekur gildi, að teknu
tilliti til þess sem kemur fram í (a).
(d) Kveðið er á um ráðstöfun helmings gengismunar af birgðum sjávarafurða til
ýmissa þarfa í sjávarútvegi, en stærsta fjárhæðin í þessu skyni er 80 milljóna
króna óafturkræft framlag til togara til að bæta rekstrarafkomu þeirra vegna
aflabrests á fyrri hluta ársins.
(e) Kveðið er á um lækkun verslunarálagningar samkvæmt svonefndri 30%
reglu, þannig að einungis er leyfð álagning á 30% þeirrar hækkunar
álagningarstofns sem leiðir af gengisbreytingunni.
(f) Sérstakt tímabundið vörugjald er hækkað á tímabilinu frá 23. ágúst til
febrúarloka 1983 þannig að af þeim vörum sem áður var greitt 24% gjald
greiðist 32%, og af þeim vörum sem áður var greitt 30% greiðist 40% gjald.
Jafnframt er gjaldið lagt á ýmsar vörur til viðbótar því sem áður var, einkum
matvæli.
(g) Heimilað er að greiddar verði sérstakar bætur úr ríkissjóði til láglaunafólks
að fjárhæð allt að 50 milljónir króna á árinu 1982.
Samhliða bráðabirgðalögunum var gefin út yfirlýsing ríkisstjórnarinnar
vegna aðgerða í efnahagsmálum þar sem m. a. er greint frá ýmsum ráðstöfunum
sem ríkisstjórnin hafi ákveðið að standa að auk þeirra aðgerða, sem ákveðnar
hafi verið með bráðabirgðalögunum. Meðal þessara ráðstafana eru eftirfarandi:
(a) Tekið verði upp nýtt viðmiðunarkerfi launa þannig að verðbætur á laun
verði greiddar samkvæmt nýju viðmiðunarkerfi eftir 1. desember 1982.
(b) Innflutningur fiskiskipa verði stöðvaður í tvö ár.
(c) Dregið verði úr þörf fyrir útflutningsuppbætur með því að stuðla að
samdrætti í kjötframleiðslu.
(d) Verðlagning á innlendum iðnaðarvörum, sem eiga í óheftri samkeppni við
innfluttar iðnaðarvörur, verði gefin frjáls.
(e) Erlendar lántökur verði takmarkaðar til samræmis við markmið um
viðskiptajöfnuð.
(f) Hafnar verði viðræður við samtök launafólks um jöfnun lífskjara. I því skyni
verði varið 175 milljónum króna á árunum 1982 og 1983 til láglaunabóta og
skattendurgreiðslna og 85 milljónum króna til Byggingarsjóðs ríkisins.
(g) Af hálfu ríkisstjórnarinnar verði leitað samráðs við aðila vinnumarkaðarins