Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Blaðsíða 63
61
ferðamann, og er nærtæk skýring mikil fjölgun bandarískra ferðalanga. Útgjöld
íslendinga vegna ferða- og dvalarkostnaðar erlendis hækkuðu um 12,5% og
fjölgaði ferðum þeirra til útlanda um nær 5%. Verulegur halli er á ferðamanna-
reikningi og gjöld næstum þreföld á við tekjur. Samgöngureikningurinn var í
jafnvægi og jukust tekjur lítillega umfram gjöld. Mikil aukning varð þó á
útgjöldum flugfélaga, sem námu um 1 200 milljónum. Nettótekjur af varnarliði
námu nær 1 100 milljónum króna og jukust um ríflega þriðjung á árinu.
Hallinn á þjónustureikningi 1982 stafaði fyrst og fremst af halla á vaxtareikn-
ingi, sem nam 1 475 milljónum króna, en reiknað á meðalgengi 1982 var hallinn
1981 1 292 milljónir króna. Vaxtagjöldin námu 1 815 milljónum króna og
hækkuðu um rúm 17% miðað við 1981. Vaxtatekjur jukust um rúman þriðjung
á föstu gengi. Vextir af erlendum lánum stóðu óbreyttir og nokkurrar lækkunar
gætti, þegar líða tók á árið í kjölfar lækkandi verðbólgu víðast hvar.
Viðskiptajöfnuður, sem er samtala þjónustujafnaðar og vöruskiptajafnaðar,
var óhagstæður um 3 110 milljónir króna, eða sem svarar 10% af þjóðarfram-
leiðslunni. Viðskiptahallinn hefur vaxið ár frá ári síðan 1979; var 5% af
þjóðarframleiðslu 1981 en 2,3% árið 1980.
Viðskiptahalla má jafna til skamms tíma með því að taka erlend lán eða ganga
á gjaldeyrisvarasjóði. Á árinu 1981 var viðskiptahallinn meira en jafnaður af
fjármagnsinnstreymi, sem nam 7% af þjóðarframleiðslu þess árs, og styrktist því
gjaldeyrisstaða þjóðarbúsins verulega. Á síðastliðnu ári nam innstreymi fjár-
magns og aðrar gjaldeyrishreyfingar en þær, sem raktar verða til vöru- eða
þjónustuviðskipta, um tveimur milljörðum umfram útstreymi, en það dugði
aðeins til að mæta um tveimur þriðju af viðskiptahallanum. Heildargreiðslu-
jöfnuður var því neikvæður um 1 164 milljónir króna og minnkaði gjaldeyris-
Tafla 27. Viðskiptajöfnuður - greiðsiujöfnuður 1981-1983.
Milljónir króna á meðalgengi ársins 1982.
1981 1982 Spá 1983
Vöruútflutningur, fob 10 523 8 479 10 000
Vöruinnflutningur, fob 10 838 10 364 9 350
Vöruskiptajöfnuður -315 -1 885 650
Þjónustuútflutningur 3 785 4 584 4 770
Þjónustuinnflutningur 5 116 5 809 6 045
Pjónustujöfnuður -1 331 -1 225 -1 275
Viðskiptajöfnuður -1 646 -3 110 -625
Eriend lán til langs tíma, lántökur umfram afborganir 1 711 2 375
Aðrar fjármagnshreyfingar1) 636 -429
Fjármagnsjöfnuður 2 347 2 002
Greiðslujöfnuður - breyting gjaldeyrisstöðu 700 -1 164
1) Að meðtöldum framlögum án endurgjalds og úthlutun sérstakra dráttarréttinda.