Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Blaðsíða 46
44
sem mikil óvissa ríkir um, hversu langur tími líður þar til áhrifin, sem
aðgerðirnar miða að, eru komin fram að fullu. Hið eina sem telja má fullvíst er,
að áhrifin koma ekki öll fram á hálfu ári.
Þegar til lengdar lætur, er hins vegar ljóst, að kaupmáttarþróunin ræðst fyrst
og fremst af þróun þjóðartekna. Þess vegna er fróðlegt að skoða, hvernig þessar
tvær stærðir hafa breyst á undanförnum árum. Gangi þær spár eftir, sem hér
hafa verið fram settar, má ætla, að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna
verði að meðaltali árið 1983 svipaður því sem hann var árin 1977/78. Til
samanburðar má nefna, að kaupmáttur þjóðartekna á mann gæti orðið svipaður
og hann var árin 1976/77. Frá árinu 1976 hafa því þjóðartekjur á mann nær
staðið í stað og nemur meðalaukning þeirra á ári aðeins um 0,4%, eða innan við
3% allt þetta tímabil. Á sama tíma hafa ráðstöfunartekjur á mann aukist um
rúmlega 14% að raungildi, eða um nær 2% að meðaltali á ári. Þótt samanburður
af þessu tæi segi ekki alla söguna, þá er ljóst, að misgengi af þessu tæi getur ekki
haldist til lengdar án þess að misvægi verði í þjóðarbúskapnum. Jafnframt gefur
þetta vísbendingu um, hversu varhugavert er að skoða einstaka þætti tekju-
myndunar í landinu eina sér og með skamman tíma í huga án tillits til þróunar
annarra hagstærða í víðara samhengi og yfir lengri tíma litið.